RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2790)
106/19  5104-04.05.20
105/19  5110-04.05.20
104/19  4984-04.05.20
103/19  3961-04.05.20
093/19  8229-04.05.20
090/19  6425-04.05.20
074/19  9991-04.05.20
077/19  3916-20.04.20
081/19  4403-20.04.20
084/19  4397-20.04.20
 1 af 279   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 007/05  - Bjarni Sæmundsson RE 30
  Bjarni Sæmundsson RE 30, leki í loka vegna tæringar   
 Heimsóknir: 20608 Uppfært: 10.05.05 

  Bjarni Sæmundsson RE 30
Skipaskr.nr.: 1131
Smíðaður: Þýskalandi 1970 stál
Stærð: 446,60 brl; 822,00 bt
Lengd: 55,88 m Breidd: 10,60 m Dýpt: 7,00 m
Vél: Deutz 1.593,00 kW Árgerð: 2003
Annað: 
Fjöldi skipverja: 21 

Bjarni Sæmundsson©Jón Sigurðsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 25. október 2004 var Bjarni Sæmundsson RE 30  á siglingu fyrir Austfjörðum.

 

Vélstjóri var í eftirlitsferð  í vélarúmi varð var við að leki var kominn að loka á kælilögn frá vél nr. 2.  Haldið var til hafnar á Eskifirði og var lokinn tekinn frá og reyndist hann mikið tærður.  Skipt var um loka.

 

Þann 27. október 2004 kom viðvörun um austur í vélarúmi og við eftirgrennslan á orsökum fannst leki á loka á lögn frá vél nr. 3.  Haldið var inn til Fáskrúðsfjarðar þar sem lokinn var tekinn frá og reyndist hann eins og hinn, mikið tærður.  Sambærilegur loki á vél nr. 1 var tekinn frá til skoðunar og var hann einnig mjög mikið tærður.  Skipt var um báða lokana og fenginn skoðunarmaður til að þykktarmæla síðulokann á sameiginlegri lögn.

 

Eftir að skipið kom til Reykjavíkur var fengin kafari til að loka fyrir lögnina og skipt um síðulokann.  Í framhaldi af því var ákveðið að þegar skipið færi í slipp í apríl n.k. yrði skipt um alla þessa loka og settir lokar með betri tæringarvörnum eða úr efni sem hentaði lögnunum betur.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að í vélarúmi eru þrjár díselvélar og hver með sjálfstæðu kælikerfi sem endar í sameiginlegri lögn að síðuloka.  Hverri grein frá varmaskipti er hægt að loka með stopploka þegar viðkomandi vél er ekki í notkun.  Einnig eru stopplokar á aðstreymi hverrar greinar frá botnloka;
 • að síðulokinn er boltaður á flangs sem soðinn er á síðuna, neðan sjólínu;
 • að ofangreindir lokar eru úr steypustáli, óvarðir fyrir tæringu, nema lokarnir á aðrennslinu en yfirvélstjóri taldi að þeir væru húðaðir tefloni;
 • að lagnir frá botnloka að síðuloka eru úr sjókopar;
 • að skipt var um vélar í skipinu og þá var skipt út öllum þessum lögnum og lokum.  Í staðinn fyrir loka með koparhúsi voru settir lokar úr steypustáli. Skipið var tekið aftur í notkun á miðju ári 2003.  Lokarnir höfðu því verið í notkun í um 16 mánuði þegar þeir fóru að leka;
 • að þykktarmæling var framkvæmd á Fáskrúðsfirði;
 • að sögn yfirvélstjóra hefur ekki þurft að skipta um koparloka sem eru í skipinu og eru orðnir 35 ára;
 • að tveir botnlokar fæða kælisjóinn á vélarnar og er annar notaður í einu;
 • að sögn yfirvélstjóra eru 23 botnlokar í skipinu;
 • að allir botnlokar og síðulokar eru boltaðir á flangs, sem soðinn er á súðina eða sjóskáp;
 • að vélfræðingarnir um borð tengdu jarðsamband yfir sjólokanna sem hafði borið góðan árangur í tæringavanda í öðru skipi stofnunarinnar.  Þetta var gert meðal annars vegna þess að sjólögn er rofinn með gúmmímúffu til að taka við hreyfingu vélar, sem er á púðum.  Með jarðsambandinu var komið í veg fyrir að sjór væri leiðniberi;
 • að sjálfvirk austuraðvörun er í öllum þurrrýmum.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök atviksins er bráðatæring vegna óæskilegra samsetningar á ólíkum efnum.

 

 

Sérstök ábending:

 

Í ljósi alvarleika málsins vill nefndin beina því til umsjónaraðila að fylgjast vel með ástandi sjólagna og vali á efni í þær.  
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.235.172.213] þriðjudagur 26. maí 2020 07:11 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis