RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2756)
132/18  15805-15.01.20
075/16  13435-15.01.20
085/19  2868-17.12.19
080/19  2499-17.12.19
073/19  8000-17.12.19
069/19  8917-17.12.19
063/19  8973-17.12.19
060/19  12509-17.12.19
035/19  8231-17.12.19
028/19  7605-17.12.19
 1 af 276   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 078/00  - Bv. Venus HF-519
  Venus HF-519, skipverji slasast þegar poki á flotvörpu slæst í hann   
 Heimsóknir: 27695 Uppfært: 23.09.04 

  Bv. Venus HF-519
Skipaskr.nr.: 1308
Smíðaður: á Spáni 1973 úr stáli
Stærð: 1.156,11 brl; 1.779,00 bt
Lengd: 77,53 m Breidd: 11,60 m Dýpt: 7,50 m
Vél: MAK 2.355,00 kW Árgerð: 1979
Annað: 
Fjöldi skipverja: 27 

Venus ©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 2. febrúar 2000 var bv. Venus HF-519 að veiðum á Melsak (Reykjaneshrygg). Veður: vestsuðvestan 5-7 vindstig.

Skipverjar höfðu kastað botnvörpunni og voru að ganga frá á þilfari. Voru þeir að ganga frá leiðurum og undirbúa að hífa upp veiðarfærið.

Á flottrollsvindu var flotvarpa og hafði vinda gefið aðeins eftir og pokaendinn sigið niður á þilfarið. Það að pokinn væri niður á þilfarið torveldaði skipverjum að draga leiðarana aftur eftir þilfarinu. Skipstjórnarmaður á stjórnpalli sá að pokinn hafði sigið niður og vissi að það var til óþæginda fyrir skipverjana. Hann hífði því í pokann og ætlaði að lyfta pokaendanum frá þilfarinu. Þurfti mikla nákvæmni við hraðastillingu á vindunni og þegar híft var varð hraðinn of mikill og fór pokaendinn of langt svo að hann slóst yfir tromluna og féll niður fyrir framan hana. Ekki vildi betur til en einn skipverja var undir tromlunni og lenti pokinn á honum þegar hann féll niður.

Skipverjinn vankaðist við höggið og skipsfélagar hans aðstoðuðu hann. Eftir að hafa jafnað sig um tíma reyndi hann að vinna áfram en það gekk ekki. Fór skipverjinn til læknis þegar skipið kom til hafnar seinnihluta sama dags.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að um tíma hafði orðið vart við að flottrollsvindan gaf eftir þegar hún var stopp og ef varpan var inni á tromlunni vildi pokinn síga niður. Eftir atvikið var reynt að gera við vinduna en það hefði ekki tekist fullkomlega;
  • að stjórnandi vindunnar sá ekki hvað var undir flottrollstromlunni;
  • að skipverjar við vinnu á þilfari höfðu ekki óskað eftir að híft væri í poka flotvörpunnar.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að koma megi í veg fyrir sambærileg atvik ef þeirri reglu væri fylgt að hífa aldrei nema full yfirsýn sé yfir hreyfiferilinn. Ef sjónsvið stjórnanda vindu er skert að þá sé annar maður sem hafi yfirsýn til að gefa stjórnanda vindunnar bendingar um hífinguna.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.233.219.101] laugardagur 25. janúar 2020 09:55 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis