RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2716)
070/19  395-06.09.19
068/19  420-06.09.19
066/19  436-06.09.19
065/19  430-06.09.19
024/19  2699-05.09.19
013/19  2103-05.09.19
143/18  3740-05.09.19
132/18  6981-05.09.19
113/18  11994-05.09.19
094/18  8445-05.09.19
 1 af 272   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 098/00  - Bv. Rán HF-42
  Rán HF-42, skipverji slasast þegar pokagils losnar og slæst til   
 Heimsóknir: 25182 Uppfært: 23.09.04 

  Bv. Rán HF-42
Skipaskr.nr.: 2182
Smíðaður: á Spáni 1990 úr stáli
Stærð: 598,02 brl; 1.199,00 bt
Lengd: 51,45 m Breidd: 11,90 m Dýpt: 7,23 m
Vél: Wartsila 2.200,00 kW Árgerð: 1991
Annað: 
Fjöldi skipverja: 26 

Rán ©Fiskifélag Íslands 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 25. september 2000 var bv. Rán að veiðum á Lónsdýpi. Veður: norðaustan 2 vindstig, þokuslæðingur.

Skipverjar voru að hífa inn veiðarfæri er í ljós kom að bakstroffur á bakborðshlera voru slitnar. Var notaður pokagils og keðjuvasi til að ná slaka á dauðalegg svo að tengja mætti hann við grandaraleiðara. Þegar lokið var við að tengja dauðalegg og grandaraleiðara saman ókláraðist pokagils á dauðaleggnum. Átti að hífa samtímis í grandaraleiðara og pokagilsinn þegar pokagilsinn losnaði frá dauðaleggnum og slóst fram eftir skipinu. Lenti gilsinn á þeim er stjórnaði hífingu svo að hann kastaðist út í síðu og fór úr axlarlið.

Hlúð var að hinum slasaða um borð samkvæmt ráðleggingum læknis í síma.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að ekki er samræmi í frásögn skipverja af því hver stjórnaði vindu þegar slysið varð. Hinn slasaði sagði að annar skipverji hefði stjórnað vindunni frá stjórnpalli skipsins en samkvæmt bókun í dagbók skipsins stjórnaði hinn slasaði vindunni;
  • að eftir að skipverjar höfðu náð nægum slaka á dauðalegginn til að losa hann úr hleranum og tengja við grandaraleiðarann var slakað í gilsinn til að koma átakinu á grandaraleiðarann niður í veiðarfærarennuna. Við þessar tilfæringar skrapp gilsinn fyrir hornið á skutlunningunni og skutrennulunningunni og slóst fram eftir skutrennunni en gilsinn hafi legið á skutlunningunni áður en hann skrapp til og fyrir hornið;
  • að hinn slasaði sagðist hafa verið við skutrennulunninguna og verið að gefa bendingar til stjórnanda vindu sem var á stjórnpalli þegar hann hafi fengið mikið högg á bakið og kastast til;
  • að ekki var verið að hífa eða slaka á þeim tíma sem gilsvírinn skrapp fyrir hornið á skutlunningu og skutrennulunningu.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að orsök slyssins megi rekja til óaðgæslu við vinnuferlið. Huga hefði þurft betur að átaksstefnu á gilsvírnum og hreyfingum skips og veiðarfæris í sjónum. Koma mátti í veg fyrir slysið með því að setja gilsinn í stýriblökk á skutnum eða stjórna skipinu þannig að veiðarfærið væri vel yfir til bakborða á meðan átakið var á gilsinn.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [35.173.47.43] miðvikudagur 18. september 2019 07:07 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis