RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (111)
132/18  18434-15.01.20
075/16  14648-15.01.20
062/19  11001-13.11.19
108/18  20111-11.04.19
127/17  14433-04.05.18
009/17  10805-13.10.17
038/16  12013-30.08.17
036/16  11599-30.08.17
035/16  12212-30.08.17
049/15  22087-31.05.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 109/00  - M.s. Villach er ekki á íslenskri skipaskrá 
  M.s. Villach strandar austur af Grundartangabryggju í Hvalfirði   
 Heimsóknir: 40834 Uppfært: 23.09.04 

  M.s. Villach er ekki á íslenskri skipaskrá
Skipaskr.nr.: 
Smíðaður: úr stáli
Stærð:  brl; 4.769,00 bt
Lengd: 115,86 m Breidd: 17,00 m Dýpt: 9,00 m
Vél:   kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 12 

 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 25. nóvember 2000 var m.s. Villach á siglingu til Grundartangahafnar. Veður: austlæg átt 4 vindstig.

Var skipinu siglt inn Hvalfjörð og ætlaði skipstjóri að fara vel inn fyrir bryggjuna á Grundartanga áður en hann sneri skipinu að henni. Var skipinu siglt á 2,5 sml. hraða og snúið til norðurs og átti síðan að snúa til vesturs að bryggjunni en í því strandaði skipið. Var hálffallið út þegar skipið strandaði og sat það fast. Skipið var fulllestað.

Skipverjar mældu sjávardýpi umhverfis skipið og var þá ljóst að það stóð í framendann. Var dælt sjó í aftari kjölfestugeyma og skutþró til að breyta stafnhallanum áður en reynt var að draga það á flot.

Skipið náðist á flot á næsta flóði með aðstoð tveggja dráttarbáta. Talsverðar skemmdir urðu á botni skipsins

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipstjóri sagði að ástæða strandsins hafi verið að hann sneri skipinu of seint til vesturs (til bakborða);
  • að um borð í skipinu var til nýlegt hafnarkort af höfninni á Grundartanga;
  • að skipstjóri sagði að hann hefði komið yfir tuttugu sinnum til Grundartanga en í síðustu ferð skipsins hefði hann lent of nálægt bryggjunni og lent á horni hennar með síðu skipsins. Hann hefði ætlað að koma í veg fyrir það með því að fara aðeins inn fyrir bryggjuna áður en hann sneri skipinu að henni;
  • að ratsjá og dýptarmælir voru í gangi en ekki fylgst reglulega með þeim;
  • að skipstjóri sagðist ekki kvarta undan höfninni á Grundartanga en mikil ljósadýrð gæti villt um fyrir mönnum. Taldi hann að það gæti orðið til bóta ef sett væru rauð eða græn leiðarljós á bryggjuna er leiddu aðeins fyrir austan hana svo að skip lendi ekki á bryggjuhorninu
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að ónákvæmni í stjórnun skipsins hafi orsakað strandið.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin telur að ástæða sé til að taka alvarlega ábendingu skipstjóra um leiðarljós er leiddu upp með norðausturkanti bryggjunnar. Er þetta sérstaklega þýðingarmikið þegar sterkir austlægir vindar blása í Hvalfirði.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.208.132.33] miðvikudagur 27. maí 2020 06:46 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis