RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (111)
132/18  18480-15.01.20
075/16  14684-15.01.20
062/19  11038-13.11.19
108/18  20146-11.04.19
127/17  14465-04.05.18
009/17  10837-13.10.17
038/16  12057-30.08.17
036/16  11632-30.08.17
035/16  12240-30.08.17
049/15  22120-31.05.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 103/13  - Þórsnes II  SH 109
  Þórsnes II SH 109, strandar á Breiðafirði   
 Heimsóknir: 15852 Uppfært: 18.02.14 

  Þórsnes II SH 109
Skipaskr.nr.: 1424
Smíðaður: Akureyri 1975 stál
Stærð: 146,00 brl; 233,00 bt
Lengd: 31,40 m Breidd: 6,70 m Dýpt: 5,60 m
Vél: MWM 563,00 kW Árgerð: 1974
Annað: 
Fjöldi skipverja: 9 

Þórsnes II©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 27. júní 2013 var Þórsnes II SH 109 á veiðum með krabbagildrur á Breiðafirði. Veður: S 8-10 m/sek. Djúprista: 4 m við hæl.

Skipið var á beitukóngsveiðum við Skoreyjar og voru skipverjar nýbúnir að draga trossu með 100 gildrum en í ráði var að leggja hana aftur en þá nær eyjunni. Endi trossunnar var lagður á um 18 metra dýpi og skipinu beygt til stjórnborða frá landi aftur en þá tók skipstjóri eftir að það fór að grynnka mikið undir skipinu. 
 
Vél var sett í afturábak en það reyndist of seint og strandaði skipið kl. 10:21 á skeri á stað, 65°04‘639N og 022°40‘000V þegar u.þ.b. ein klst. var frá háflóði.
 
Kl. 10:28 var haft samband við VSS (Vaktstöð siglinga) og óskað eftir aðstoð. Þórsnes II var þá farið að halla til bakborða. Björgunarsveitin í Stykkishólmi, þyrla LHG og björgunarskip frá Rifi voru kölluð út.
 
Kl. 10:40 var ljóst að ekki tækist að ná skipinu af strandstað og bíða þyrfti eftir næsta flóði og talið rétt að áhöfnin yfirgæfi það. Kl. 10:45 voru farþegabáturinn Kría og Ársæll SH 88 komnir á staðinn til að taka áhöfnina frá borði og var því lokið kl. 10:55. Þyrla LHG var afturkölluð.
 
Kl. 11:15 fór RNSA ásamt björgunarsveit á strandstað og þegar komið var að Þórsnesi II var búið að falla út í rúmar tvær klst. og stóð skipið á miðskeri. Framan við það var boði kominn úr sjó en ekki fallið frá tveimur öðrum við skipið. Halli skipsins var þá orðinn u.þ.b. 30-40° og ekki að sjá neinar skemmdir.
 
 
 
 
 
 
 Það fjaraði alveg undan Þórsnesi II sem lá á bakborðssíðunni á veltikili eins og mynd 3 sýnir. Eins og myndin sýnir einnig þá hefur ekki mátt muna miklu að veltikjölurinn hefði lent í miklum halla á skerinu með ófyrirséðum afleiðingum.
 
Til að tryggja að ekki hlytist mengun af því ef olía læki frá skipinu voru gerðar ráðstafanir sem björgunarsveitarmenn sáu um. Dregin var olíugildra ásamt flotgirðingu á staðinn til að hafa til taks en ekki þurfti að nota hana.
 
Háflóð var á strandstað um kl. 22:10 en togskipið Helgi SH 135 kom frá Grundarfirði og var búið að koma taugum á milli skipanna fyrir þann tíma. Dráttarstefna átti að vera í r.v. 190°.
 
 
 
 
 Nokkru fyrir háflóð flaut Þórsnes II sjálft af strandstað án dráttar og var skipinu siglt fyrir eigin vélarafli áleiðis til hafnar í Stykkishólmi en komið var þangað um kl. 23:00. Kafari skoðaði skipið daginn eftir og í ljós kom rispa á utanborðskæli.
 
 
 
 
 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að samkvæmt ferilskráningu VSS var haldinn hraði og stefna skipsins þegar það strandaði 2,2 hnútar og r.v. 026°;
  • að skipið hafði farið í veiðiferðina frá Grundarfirði um kl. 11:00 daginn áður;
  • að við siglingu skipsins var notaður Raster og C map kortagrunnur og samkvæmt honum voru skerin við Skoreyjar ekki merkt þar;
  • að skipstjóri vissi að þetta svæði var ómælt og hafði hann ekki kynnt sér það sérstaklega. Fram kom að ekki var óvanalegt að skipið tæki niðri á veiðisvæðum. Ekki höfðu verið haldnar björgunaræfingar í að yfirgefa skipið;
  • að ekki eru til sérstök siglingakort af þessu svæði og ekki hafa farið fram nákvæmar dýptarmælingar á því. Aðeins eru til yfirsiglingakort og samkvæmt viðmiðun við gerð slíkra korta eru aðeins gerðar kröfur um dýptarlínur. Allir kortagrunnar byggja á því korti;
  • að samkvæmt upplýsingum frá Sjómælingum Íslands um staðla og/eða reglur um merkingu skerja í yfirsiglingakortum þá eru þekkt sker sýnd með stjörnu (*) eða krossi (+) sé hægt að koma því með góðu móti með tilliti til dýptarlína og mælikvarða kortsins. Fram kom að markvissar sjómælingar hefðu að mestu legið niðri frá árinu 2008 vegna fjárskorts hjá LHG og ekki sýnilegar breytingar þar á. Það liggur því ekki fyrir áætlun um frekari dýptarmælingar í Breiðafirði þrátt fyrir brýna þörf fyrir sjófarendur.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök strandsins var varhugaverð sigling á lítið mældu svæði.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin hvetur til að haldið verði áfram með markvissar sjómælingar í Breiðafirði.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.154.129] mánudagur 01. júní 2020 20:39 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis