RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (111)
044/15  22266-31.05.17
025/16  15562-31.05.17
071/16  20077-10.04.17
072/15  28108-24.02.17
034/15*  22934-21.10.16
124/15  19101-20.10.16
023/16  13951-19.09.16
125/15  19170-14.06.16
090/15  18705-03.05.16
164/13  21738-10.10.14
 2 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 034/15  - Haukur 
  Haukur, tók niðri og stýri skemmist   
 Heimsóknir: 22935 Uppfært: 21.10.16 

  Haukur
Skipaskr.nr.: IMO 8719085
Smíðaður: Serbíu 1990 stál
Stærð:  brl; 2.030,00 bt
Lengd: 74,65 m Breidd: 12,70 m Dýpt: 8,60 m
Vél:   kW Árgerð: 
Annað: Fánaríki: NIS/Bergen
Fjöldi skipverja: 6 

Haukur©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 1. apríl 2015 var flutningaskipið Haukur að koma til hafnar á Hornafirði. Veður: VNV 15-20 m/s og sjór 2,4 m.

Eftir að hafnsögumaður kom um borð var skipinu siglt í merkjum áleiðis inn í Ósinn en talsverður veltingur og hreyfing var á því. Á siglingunni virtist skipið snerta botn með afturhlutann og í kjölfar þess varð stýrið nánast óvirkt. Með aðstoð dráttarbátsins Björns Lóðs var skipinu komið austur úr Ósnum þar sem það lagðist fyrir akkeri og þar sem viðgerð var ekki við komið var dráttarbáturinn Lóðsinn fenginn til að draga það til Hafnarfjarðar.

Dráttur á skipinu hófst um kl. 02:30 þann 2. apríl en eftir að taug slitnaði og versnandi veðurs tók varðskipið Þór síðan við drættinum en á leiðinni slitnaði einnig taug hjá þeim. Skipin komu til Hafnarfjarðar um kl. 19:00 þann 4. apríl.

 

 

Lesa skýrslu: skyrsla/Fundur19/03415.pdf

 
  Tillögur í öryggisátt
 
Nefndin telur að með óbreyttu ástandi sé mikil hætta á því að fleiri skip eigi eftir að taka þarna niðri og gerir því eftirfarandi tillögu í öryggisátt:
 
Nefndin leggur til að gerðar verði nákvæmar dýpismælingar utan Hornafjarðaróss og þeim stöðugt haldið réttum.  
 
 

Tillagan var send Samgöngustofu 19. september 2016 og var afgreitt þar þann 14. október 2016 án athugasemda.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.230.154.129] mánudagur 01. júní 2020 19:30 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis