RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (111)
103/13  15826-18.02.14
013/13  19034-17.12.13
002/13  21155-21.10.13
131/12 24108-19.06.13
118/12  24612-19.06.13
046/12  21101-08.10.12
154/11  29764-05.06.12
145/09  66536-21.02.11
129/08  38531-20.04.09
126/08  42791-02.03.09
 3 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 131/12  - Þórunn Sveinsdóttir  VE 401
  Þórunn Sveinsdóttir VE 401, bilun í búnaði við trolltöku   
 Heimsóknir: 24109 Uppfært: 19.06.13 

  Þórunn Sveinsdóttir VE 401
Skipaskr.nr.: 2401
Smíðaður: Danmörku 2010 stál
Stærð:  brl; 779,00 bt
Lengd: 40,06 m Breidd: 11,20 m Dýpt: 7,09 m
Vél: MAK 540,00 kW Árgerð: 2009
Annað: IMO 9463360
Fjöldi skipverja: 14 

Þórunn Sveinsdóttir©Jón Páll Ásgeirsson 
 

 Atvikalýsing
 
Þann 20. nóvember 2012 var Þórunn Sveinsdóttir VE 401 að togveiðum á Vestfjarðamiðum.  Veður: NA 20-25 m/sek  m/s og kröpp alda.
 
Á toginu festist bakborðshleri í botni og á meðan verið var að beita hefðbundnum aðferðum til að losa hann sló út rafmagni af skipinu svo hemlar fóru á togvindur. Í framhaldi stöðvaðist aðalvél og skipið varð stjórnlaust. Sjálfvirkur búnaður ræsti ljósavél í kjölfarið og endursetti rafmagn á skipsnetið. Sjór hafði gengið inn yfir skutgaflinn og runnið yfir til bakborða á trollþilfari svo skipið fékk allt að 30° slagsíðu. Þegar rafmagni var komið aftur á vindur voru hemlar teknir af þeim og réttist skipið og aðgerð var haldið áfram.
 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að mikið álag kom á aðalvél skipsins þegar verið var að losa toghlera sem hafði festst í botni;
  • að verið var að toga tvö troll á lensi í 20-25 m/sek. vindi á 34 faðma dýpi þegar bakborðs vír festist í botni. Við að losa hann var híft í bakborðs vír og þegar dregið hafði verið nær niðurstöðu stöðvaðist vélin. Mikil orka var tekin út úr spilum, skurður á skrúfu var um 30° og öldur riðu undir skut skipsins. Vegna lítils dýpis var ekkert yfirvarp á vírnum og teygja minni en þegar verið er við svona aðgerð á dýpra vatni. Vírar voru nýir og teygja í þeim því upp á sitt besta. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að vírarnir slitni við þessar aðstæður;
  • að rafdrifnar togvindur eru í skipinu en að öllu jöfnu eru mótorar þeirra notaðar sem hemlar en þá „breytist“ rafmótorinn í „rafal“ sem framleiðir inn á net skipsins. Þetta á við um venjulega notkun vindanna eins og á togi eða við útslökun. Við þær aðstæður sem voru í þessari aðgerð hefur þetta verið að gerast til skiptis eftir öldulagi. Borðabremsur eru einnig á vindunum og er hægt að setja þær á hvenær sem þess þarf en við straumrof eða þegar rafmagn er tekið af vindum fara hemlarnir á svo vírinn renni ekki viðstöðulaust út en bremsurnar er ekki hægt að taka af nema rafmagn sé til staðar;
  • að aðvörunarkerfi vélarinnar vaktar hina ýmsu hluta vélbúnaðarins en í sumum boðum fer í gang sjálfvirk stöðvun á aðalvél eftir ákveðnu ferli. Í þessu tilfelli varð aðalvélin fyrir miklu álagi sem gangráður hennar náði ekki að bregðast við áður en dró niður í henni það mikið að spennufall varð og rafmagni sló út;
  • að vélstjóri sagðist hafa gert prufu á tímalengd í sjálfvirkum ferli við straumrof. Niðurstaðan hafi verið sú að 15 sekúndur liðu frá því straumrof varð og þar til ljósavél fór í gang og endursetti rafmagn á skipsnetið. Hann sagði að þessar 15 sekúndur dugi ekki til að aðalvélin gangi áfram því nægjanlegt þrýstifall verði á kælivatndælunni strax við straumrof og virki því sjálfvirka neyðarstöðvunin;
  • að aðalvél sér um rafmagnsframleiðslu og er því keyrð á stöðugum 1.000  snúningum. Í þessu tilfelli var einnig keyrð önnur ljósavélin inn á rafmagnsnetið. Við straumrofið stöðvuðust báðar vélarnar svo neyðarræsibúnaður valdi sjálfvirkt hina ljósavélina til gangsetningar;
  • að útgerðin fékk verkfræðistofuna Skipasýn ehf. til að fara yfir stöðugleika skipsins. Niðustaða hennar var eftirfarandi:

Gerð var hallaprófun á skipinu og ekkert bendir til annars en stöðugleiki skipsins hafi verið góður.  Hallinn virðist hafa verið mestur um 30° á BB og talsvert aftur trim, enda átak bæði á BB og miðju togvíra.  Þessi halli er mjög lítill í samanburði við þann halla sem skipið á að þola í þvi hleðslutilviki sem skipið var í. En samkvæmt fyrirliggjandi stöðugleikagögnum þolir skipið 90° halla og stærsti réttiarmur er við 60°, þegar vindálag hefur verið reiknað, en mesti halli er mun meiri og stærsti réttiarmur stærri ef ekki er tekið tillit til vindálags.     

 
 

 Nefndarálit
 
Orsök atviksins má rekja til mikils álags á aðalvél skipsins sem stöðvaðist og rafmagni sló út.
 
 

 Tillögur í öryggisátt
 
Nefndin bendir á þá miklu hættu sem getur skapast þegar spilbúnaður togveiðiskipa fer í læsta stöðu við straumrof.  Nefndin telur mikilvægt að neyðarlosun sé á bremsum togvinda.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [34.204.193.85] mánudagur 25. maí 2020 11:41 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis