Þann 14. mars 2021 var Steinunn BA 517 á línuveiðum fyrir utan Reykjanes. Veður: SA 2-4 m/s.
Tilkynnt var til Vaktstöðvar siglinga að báturinn væri búinn að missa stýrið og óskað var eftir aðstoð. Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein aðstoðaði Steinunni til hafnar í Sandgerði.