Þann 3. mars 2020 var Kristrún RE 177 á grálúðunetaveiðum á Vestfjarðmiðum. Veður: ANA 4-5 m/sek.
Skipverji var að pakka grálúðuhausum þegar hann klemmdi löngutöng og baugfingur hægri handar illa á grindarbotni. Siglt var með slasaða til Ísafjarðar þaðan sem hann var sendur til Reykjavíkur.