Þann 15. nóvember 2020 var Gísli Súrsson GK 8 á línuveiðum á Austfjarðarmiðum. Veður: N 11-15 m/s.
Á veiðunum fékk Gísli Súrsson í skúfuna og óskað var eftir aðstoð frá Vésteini GK 88. Þegar skipverjar á honum voru að undirbúa drátt á Gísla Súrssyni flæktist einn skipverji á Vésteini sig í spotta og féll í sjóinn og var honum bjargað um borð í Gísla Súrsson. Síðar kom í ljós að hann hafði fótbrotnað í fallinu en Vésteinn dró Gísla Súrsson GK til hafnar á Norðfirði.
Daginn eftir þann 16. nóvember missti Gísli Súrsson skrúfuna og óskað var eftir aðstoð. Björgunarbáturinn Hafbjörg dró bátinn til hafnar á Norðfirði.