Þann 17. mars 2020 var Kristrún RE 177 á siglingu. Veður: NA 25-32 m/sek.
Skipverjar voru að að laga til á efra þilfari eftir brot sem hafði komið á skipið þegar annar hnútur kom á afturhorn þess og sjór gekk fram eftir þilfarinu. Við þetta fóru nokkrir skipverjar á kaf í sjó og einn þeirra slasaðist á fæti þegar hann klemmdist á milli fiskikara.