Þann 30. nóvember 2020 var Sigurður VE 15 á kolmunaveiðum með flottroll suður af Færeyjum. Veður: 15-20 m/s og töluverður sjór.
Skipverjar voru að taka trollið og hámeri hafði komið upp með því. Skipverji ætlaði stugga eitthvað við henni en hámerin reyndist á lífi og beit hann í vinstri hendi. Siglt var með slasaða til Fuglafjarðar í Færeyjum.