Þann 16. mars 2021 var farþegabáturinn Bjarmi á siglingu með farþega norður af Hornströndum. Veður: SV 10 m/sek og ölduhæð 2,8 m.
Haft var samband við Vaktstöð siglinga og tilkynnt að leki væri kominn að bátnum en fram kom að lensidælur hefðu undan austrinum. Þyrla LHG hífði farþeganna frá bátnum og flutti þá til Ísafjarðar en björgunarskipið Gísli Jóns dró Bjarma til Ísafjarðarhafnar.