Þann 27. október 2021 var Vestmannaey VE 54 á togveiðum á Austjarðamiðum. Veður: SV 6-8 m/s og þungur SV sjór.
Um kl. 15:00 var trollið tekið um borð og í framhaldi tekin stefnan á Neskaupstað til löndunnar. Um kl. 15:40 urðu skipverjar varir við högg frá vélarúminu og í ljós kom að mikill eldur logaði í bakborðs aðalvél. Öllum loftinntökum var lokað og slökkvikerfi (Novetec) sett í gang.
Það virkaði vel og Bergey VE dró Vestmannaey til hafnar á Neskaupstað.