Þann 18. mars 2020 var björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson á Vopnafirði. Veður: SV 5 m/s. og ölduhæð 2-4 m.
Sveinbjörn Sveinsson var að sækja hafnsögumann um borð í flutningaskipið Samskip Hoffell fyrir utan höfnina en við það varð hægri fótur hafnsögumannsins á milli skipanna með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði illa.