RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Tilkynnt atvik (53)
Engar skýrslur
 8 af 6   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 125/18  - Frosti ÞH 229
  18-182 S 125 Frosti ÞH 229, eldur í vélarúmi og dreginn til hafnar   
 Heimsóknir: 11635 Uppfært: 09.10.18 

  Frosti ÞH 229
Skipaskr.nr.: 2433
Smíðaður: Kína 2000 stál
Stærð:  brl; 326,62 bt
Lengd: 28,87 m Breidd: 9,17 m Dýpt: 6,05 m
Vél: Yanmar 699,00 kW Árgerð: 2001
Annað: IMO 9256963
Fjöldi skipverja: 12 

Frosti©Sigurður Bergþórsson 
 

 Atvikalýsing
 
Þann 2. október 2018 var Frosti ÞH 229 á togveiðum á Vestfjarðamiðum. Veður: NA 11-12 m/sek.
 
Um kl. 15:00 þegar skipið var statt á stað 66°40,467N og 024°54,493V kom upp eldur í vélarúminu og var atvikið tilkynnt til VSS (Vaktstöðvar siglinga). Reykur var þá kominn í öll rými nema í brúnna. Öllum loftinntökum var lokað að vélarúminu og kolsýrukerfi þess sett í gang. Togskipið Sirrý ÍS 36 var fyrst á staðinn.
 
TF-GNA þyrla LHG kom á staðinn um kl. 18:00 með fimm slökkviliðsmenn sem voru hífðir um borð í Frosta. Þyrlan tók einn skipverja frá skipinu vegna gruns um reykeitrun.
 
Varðskipið Týr dró Frosta til Hafnarfjarðar og voru skipinn komin þangað um morguninn 4. október.
 
 Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.91.106.44] föstudagur 15. nóvember 2019 14:06 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis