Þann 16. nóvember 2021 var línuskipið Gullhólmi SH 201 á siglingu frá Rifi. Veður:
Á siglingunni kom viðvörun um eld í vélarúmi og mikill reykur var í því. Skipverjar lokuðu rýminu og ræstu slökkvikerfið auk þess að óska eftir aðstoð. Björgunarskipið Björg dró Gullhólma til hafnar á Rifi og í ljós kom að ekki hafði verið um lausan eld að ræða, gat hafði komið á afgasrör frá ljósavél.