RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Fréttir (153)
31.07.02   24331 
07.03.02   22961 
07.03.02 *  21793 
 16 af 16   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfaSaga Rannsóknarnefndar sjóslysa frá 1963
 

     Upphaf rannsókna á sjóslysum má rekja til þess, að Alþingi samþykkti árið 1963 þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að láta fara fram opinbera rannsókn á orsökum hinna fjölmörgu skipstapa, er orðið höfðu næstu 2-3 árin á undan. Samkvæmt tillögunni átti "að leggja fram tillögur að nýjum reglum um sjóhæfni íslenskra fiskiskipa, um breytingar á eldri skipum, staðsetningu veiðarfæra og hjálpartækja og búnað skips í sambandi við þau og annað það, er aukið getur öryggi sjófarenda frá því sem nú er."

     Skipaði samgönguráðherra nefnd til að vinna að þessum rannsóknum og var Jón Finnson hrl. formaður þeirrar nefndar, en auk þess voru í nefndinni fulltrúar frá Sambandi ísl. tryggingafélaga, Slysvarnafélagi Íslands, Skipaskoðun ríkisins, Farmanna og fiskimannasambandi Íslands, Landsamband ísl. útvegsmanna, Sjómannasambandi Íslands, Alþýðusambandi Íslands, og skólastjóri Stýrimannskólans.

     Þessi nefnd starfaði frá hausti 1963 til vors 1965 og skilaði af sér mikilli greinargerð, er byggðist á ítarlegum rannsóknum á 106 sjóslysum, er áttu sér stað á árunum 1960 til 1963, en að auki fjallaði hún að nokkru leyti um sjóslys, er áttu sér stað frá árinu 1949 til 1959. Er þessi nefnd hafði lokið störfum, var hún leyst upp, og lágu sérstakar rannsóknir á sjóslysum niðri þar til með lögum nr. 52/1970 um eftirlit með skipum en í 44. gr. laganna var svofellt ákvæði:

     Ráðherra skipar 5 menn í rannsóknarnefnd sjóslysa, til 6 ára í senn, fjóra samkvæmt tilnefningu eftirtalinna aðila: Farmanna og fiskimannasambands Íslands, Landsambands íslenzkra útvegsmanna, Sjómannasambands Íslands og Slysavarnarfélags Íslands, og formann, er ráðherra skipar án tilnefningar.

     Hlutverk rannsóknarnefndar sjóslysa er fylgjast eftir föngum með starfi sjódóma, safna saman upplýsingum, sem skýrt geta eða upplýst orsakir sjóslysa, miðla slíkum upplýsingum til sjómannaskóla, sjómanna og útgerðarmanna og gera tillögur um ráðstafanir til að draga úr slysahættu á sjó.

     Rannsóknarnefnd sjóslysa ræður í sína þjónustu siglingafróðan mann, sem hefur það verkefni að upplýsa orsakir sjóslysa og koma á framfæri leiðbeiningum um slysavarnir og varúðarráðstafanir. Skal nefndin og starfsmaður hennar hafa náið samstarf við Siglingamálastofnun ríkisins.

     Ber starfsmanni nefndarinnar að mæta við sjópróf, ef um er að ræða manntjón eða veruleg meiðsli manna eða verulegt eignatjón. Skal fulltrúi nefndarinnar fyrir dómi hafa allan sama rétt og eftirlitsmaður skv., ákvæðum 39. gr. laganna. Skal starfsmaður í samráði við nefndina og skólastjóra stýrimannaskóla landsins skipuleggja meðal sjómannaefna kennslu í slysavörnum, er miðist við að skýra helztu orsakir sjóslysa hér við land og hvernig er unnt að forðast þau. Verksvið starfsmanns rannsóknarnefndar sjóslysa ákvarðast nánar með reglugerð, sem ráðherra setur að fengnum tillögum nefnarinnar.

 

 
 
 Heimsóknir: 21794 Uppfært: 10.09.04 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.235.236.13] föstudagur 14. maí 2021 04:59 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis