RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  11411-15.11.21
025/21  13033-15.11.21
024/21  12536-15.11.21
011/21  27308-15.11.21
009/21  129791-15.11.21
006/21  101250-15.11.21
061/21  3182-15.11.21
056/21  9398-15.11.21
049/21  9857-15.11.21
048/21  9761-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 053/12  - Aron ÞH 105
  Aron ÞH 105, eldur í vélarúmi og dreginn til hafnar   
 Heimsóknir: 21261 Uppfært: 11.12.12 

  Aron ÞH 105
Skipaskr.nr.: 7361
Smíðaður: Hafnarfirði 1992 plast
Stærð: 9,40 brl; 10,10 bt
Lengd: 11,17 m Breidd: 2,74 m Dýpt: 1,26 m
Vél: Perkins X 2 312,00 kW Árgerð: 1997
Annað: strandveiðar
Fjöldi skipverja: 1 

Aron ©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 
Þann 7. júní 2012 var Aron ÞH 105 á siglingu á Skjálfandaflóa. Veður: NA andvari.
 
Skipstjóri varð var við reykjarlykt og sá að reyk lagði upp frá vélarúmshlera. Þegar hann opnaði niður í vélarúmið komu eldtungur á móti honum svo hann lokaði aftur, stöðvaði vél og gangsetti slökkvikerfi vélarúmsins. Hann tilkynnti um atvikið, beið nokkra stund áður en hann opnaði hlerann aftur og var þá ennþá logandi afmarkaður eldur sem hann gat slökkt með dufthandslökkvitæki. Lundey ÞH 350 dró Aron ÞH til Húsavíkur.
 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að óhreinindi höfðu stíflað öndunina á gírnum, yfirþrýstingur myndast í honum, og lokið á síuhúsinu undir vélinni hrokkið af. Við það sprautaðist gírolía (sjálfskiptivökvi) um vélarýmið á afgasgrein og túrbínu með þeim afleiðingum að eldur náði að myndast;
  • að brunaviðvörunakerfi var í vélarýminu en skipstjóri sagði að það hefði ekki farið í gang. Við athugun eftir atvikið kom í ljós að það hefði verið í lagi;
  • að mælir fyrir olíuþrýsting fyrir gírinn var í stýrishúsi en bátsverjinn hafði ekki tekið eftir neinu óvenjulegu í honum.
 
 

 Nefndarálit
 
Orsök þess að eldur myndaðist voru óhreinindi í öndunarkerfi á gír.
 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [107.21.85.250] mánudagur 17. janúar 2022 20:44 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis