RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  8268-15.11.21
025/21  9875-15.11.21
024/21  9387-15.11.21
011/21  23807-15.11.21
009/21  124951-15.11.21
006/21  96753-15.11.21
061/21  354-15.11.21
056/21  5661-15.11.21
049/21  6699-15.11.21
048/21  6618-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 045/03  - Gussi SH 116
  Gussi SH 116, strandar á Breiðafirði   
 Heimsóknir: 20351 Uppfært: 22.12.04 

  Gussi SH 116
Skipaskr.nr.: 1431
Smíðaður: Neskaupstað 1975 Fura og eik
Stærð: 7,02 brl; 10,30 bt
Lengd: 10,25 m Breidd: 3,17 m Dýpt: 1,11 m
Vél: Ford Mermaid 57,00 kW Árgerð: 1993
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

Gussi©Alfons Finnsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 15. maí 2003 var Gussi SH 116 á grásleppuveiðum við Jónsnes á Breiðafirði.  Veður:  NA 2 m/s.

 

Um kl. 19:45 voru skipverjar búnir að taka inn 6-7 trossur (56 net), setja niður í lest og voru að ljúka drætti.  Skipstjórinn var að snúa bátnum og yfirgefa svæðið þegar að báturinn strandaði á Stórflöguhólma við Jónsnes, sem er um 5 sml vestur af Stykkishólmi.  Skipstjórinn reyndi að bakka og við það snérist afturendinn til beggja hliða til að byrja með en síðan tók golan bátinn frá stjórnborða og lagði hann að skerinu.  Það fjaraði fljótt og báturinn sat fastur og lagðist vel.

 

Við skoðun á strandstað komu í ljós skemmdir á öllum skrúfublöðum.  Björgunarsveitin Berserkir var kölluð út og fóru menn á tveimur bátum (einum slöngubát) á strandstað auk þess kom nærstaddur bátur á vettvang.  Vegna grynninga var ekki hægt að nálgast Gussa SH nema á slöngubátnum.  Mönnunum var bjargað í land og ákveðið að ná bátnum á flot á flóðinu morguninn eftir.  Það gekk eftir og sigldi hann sjálfur til hafnar í Stykkishólmi. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að flóð á þessum stað var kl. 18:24.  Það var því búið að fjara út í eina klst og tuttugu mín þegar strandið átti sér stað;
  • að skipverjar höfðu fyrr um daginn siglt yfir þetta svæði en þá var báturinn léttari.  Þeir höfðu lagt netin þarna þremur dögum áður og komu því léttir á staðinn.  Eftir að netin voru komin um borð og 100 kg hrognatunna hafði djúprista aukist;
  • að skipverjar töldu að þessi aukni þungi um borð og útfallið hafi orsakað strandið;
  • að skipverjar höfðu ekki verið við veiðar á þessum slóðum áður en höfðu kynnt sér svæðið.  Þeir höfðu kort og góð tæki um borð sem voru í lagi;
  • að báturinn hafði farið í slipp í sept. 2002 og var þá í góðu ástandi.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök strandsins er ókunnugleiki skipverja á svæðinu og aðgæsluleysi.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.144.55.253] fimmtudagur 02. desember 2021 09:17 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis