RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  8268-15.11.21
025/21  9875-15.11.21
024/21  9387-15.11.21
011/21  23807-15.11.21
009/21  124951-15.11.21
006/21  96753-15.11.21
061/21  354-15.11.21
056/21  5661-15.11.21
049/21  6699-15.11.21
048/21  6617-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 014/03  - Draupnir GK 39
  Draupnir GK 39 fær inn á sig sjó og hvolfir, tveir menn bjargast   
 Heimsóknir: 65462 Uppfært: 23.09.04 

  Draupnir GK 39
Skipaskr.nr.: 6915
Smíðaður: Portsmouth Englandi 1977 plast
Stærð: 4,75 brl; 3,90 bt
Lengd: 8,23 m Breidd: 2,36 m Dýpt: 1,47 m
Vél: Yanmar 113,00 kW Árgerð: 
Annað: Var breytt mikið 1998
Fjöldi skipverja: 2 

Draupnir©Lögreglan 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 26. febrúar 2003 var Draupnir GK 39 á línuveiðum um 9 sml. SSA af Hópsnesi.  Veður:  NA – 8-13 m/s og SV – undiralda og krappar vindbárur.

 

Draupnir GK fór til veiða frá Grindavík um morguninn.  Á veiðisvæðinu var nokkur alda, pus á andófinu auk þess sem einstaka hnútar voru að koma.  Rétt eftir hádegi voru báðir skipverjar úti á þilfari við að draga inn endafærið og var látið flatreka á meðan.  Skyndilega kom kvika á stjórnborðshlið og lagðist báturinn mikið í bakborða.  Við það losnaði blóðgunarkarið og rann út í síðuna ásamt skipverjum og línupokar (um 10 stk.) úr stjórnborðssíðu lögðust yfir til bakborða eftir hallanum inn að miðbandi.  Hallinn varð það mikill að sjór fór að streyma inn fyrir borðstokkinn og báturinn náði ekki að rétta sig og hvolfdi.

 

Skipverjar áttu í erfiðleikum með losa björgunarbátinn sem var á þaki stýrishússins en það tókst.  Skipverjarnir komust í gúmmibjörgunarbátinn og gangsettu neyðarsendi hans og biðu björgunar.

 

Tvær flugvélar numu neyðarmerkin kl. 12:33 og tilkynntu það til Landhelgisgæslu Íslands og var þyrla, TF-LIF strax kölluð út ásamt því að bátar á svæðinu voru beðnir um að svipast um eftir Draupni GK.  Kl. 12:41 var björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík kölluð út ásamt sjóstjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.  Kl. 13:25 tilkynnti TF-LIF að björgunarbátur með tveimur mönnum væri á reki skammt frá flaki báts sem var á hvolfi.

 

Áhöfn Mumma GK bjargaði mönnunum úr gúmmíbjörgunarbátnum og hélt með þá til hafnar.  Kom hann til hafnar um kl. 14:45.  Björgunarbáturinn Oddur V Gíslason tók Draupni GK, sem var á hvolfi, í tog en þurfti frá að hverfa stuttu síðar til að sinna öðrum bát sem lenti í erfiðleikum. 

 

Bátarnir Árni í Teigi GK og Árni í Tungu tóku við drætti á Draupni og komu honum til hafnar í Grindavík marandi í kafi og á hvolfi.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 

·       að skipstjórinn sagðist oft hafa verið að í verra veðri en þessu;

·       að skipstjóri þekkti ekki burðargetu bátsins;

·       að mikil veiði var þennan dag.  Við athugun kom í ljós að Draupnir hafði ekki áður verið með svo mikinn afla.  Samkvæmt skráningu aflayfirlits frá Fiskistofu frá 2000 hafði afli bátsins mest verið 1,7 tonn;

·       að eins og næst verður komist var þungi bátsins eftirfarandi:

 

Einingar

Tegund

Þungi pr. ein.

Þungi 

20

Pokar með 500 króka línu

18 kg

360 kg

6

330 ltr. kör í aftur lest

35 kg

210 kg

1

330 ltr. kar í framlest

35 kg

35 kg

1

330 ltr. kar á þilfari

35 kg

35 kg

1

Aðgerðarkar100ltr.á þilfari (ál)

10 kg

10 kg

100

Ltr. olía

0,85 kg

85 kg

0

Ltr. vatn

 

0 kg

 

Afli í lest og á þilfari

 

2000 kg

2

Skipverjar

100 kg

200 kg

1

Línuspil og búnaður

 

150 kg

 

Annar búnaður

 

50 kg

 

Samtals ca:

 

 3135 kg

 

 

·       að ekki voru til hjá Siglingastofnun Íslands hleðsluprófanir fyrir bátinn.  Það hafði hvorki verið gert þegar báturinn var fluttur inn 1978, né þegar umfangsmiklar breytingar voru gerðar á bol 1998 og þegar sett var á hann pera og skipt um vél árið 2000;

·       að samkvæmt mati sérfræðinga á ófullkomnum teikningum á báturinn að vegi tómur um 4 tonn og fríborð hans að vera með 2 tonnum af fiski, ís, olíu og vistum um einn meter.  Samkvæmt þessu má ætla að burðargeta bátsins sé nálægt 2,5 tonni.

 

 

 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur að reka megi ástæðu óhappsins til of mikillar hleðslu.   

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin telur ófært að skipstjórnarmenn þekki ekki til burðargetu báta sinna.  Hún beinir því til Siglingastofnunar Íslands að þegar verði gerðar úrbætur gangvart bátum sem ekki hafa í dag viðurkenningarskírteini þar sem fram kemur leyfileg hleðsla eins og reglugerðir kveða á um.   
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.144.55.253] fimmtudagur 02. desember 2021 09:11 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis