RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
047/21  18472-15.11.21
045/21  19111-15.11.21
038/21  18727-15.11.21
034/21  21961-15.11.21
032/21  20679-15.11.21
027/21  22738-15.11.21
023/21  23222-15.11.21
021/21  22305-15.11.21
008/21  111182-15.11.21
010/21  117375-15.11.21
 2 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 028/04  - Eykon RE 19
  Eykon RE 19, höfuðlína slæst í skipverja við hífingu á togveiðum   
 Heimsóknir: 20379 Uppfært: 16.12.04 

  Eykon RE 19
Skipaskr.nr.: 177
Smíðaður: Sunde Noregi 1960 stál
Stærð: 137,20 brl; 186,70 bt
Lengd: 25,96 m Breidd: 6,42 m Dýpt: 5,55 m
Vél: Caterpillar 625,00 kW Árgerð: 1985
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Eykon©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 16. febrúar 2004 var Eykon RE 19 á togveiðum vestur af Garðskaga.  Veður: SSV 12 m/s og mikill sjór.

 

Verið var að hífa inn trollið í miklum sjógangi og sá yfirstýrimaður um hífinguna í brú.  Skipstjóri var nýkominn á stjórnpall og tveir skipverjar voru aftur á skipinu.  Annar skipverjinn var bakborðsmeginn og hinn stóð inn í svokallaðri skeifu sem var í kringum kranafót fyrir aftan stýrishús.  Við eina bakborðsveltuna reyndi skipverjinn sem stóð innan skeifunnar að stíga ölduna og verjast falli með því að setja hægri fótinn upp á brúnina.  Á sama augnabliki slaknaði á höfulínunni og hún náði að slást upp á skeifuna með þeim afleiðingum að fóturinn á skipverjanum varð á milli hennar og kranafótsins.  Strax var höfuðlínunni slakað og hinn slasaði fluttur inn í stýrishús.

 

Skipverjinn slasaðist illa á fæti og var kallað eftir aðstoð þyrlu.  Hún kom á staðinn en ekki var hægt að ná þeim slasaða frá skipinu vegna veltings og sjólags. 

 

Siglt var með hinn slasaða inn til Keflavíkur og var komið þangað um það bil fimm klukkustundum eftir óhappið.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að hlutverk skipverjanna aftur á skipinu var að slá á rússa og festa hleranna;
  • að hinn slasaði var með öryggishjálm en ekki í öryggisskófatnaði.  Að hans mati hefði það ekki breytt neinu varðandi afleiðingar óhappsins;
  • að þegar skipverjinn steig upp á skeifuna var hægri fóturinn kominn út fyrir brún skeifunnar sem olli því að höfulínan náði að klemma hann;
  • að skipverjinn var vanur sjómaður en hafði einungis verið rúman hálfan mánuð á þessu skipi;
  • að það vildi stundum til að höfulínan slóst upp á skeifuna.  Að sögn yfirmanns var það ekki vaninn að menn stæðu þarna inn í heldur bakborðsmeginn.  Menn vissu af þessari hættu en þeim hafi láðst að láta slasaða vita af þessu;
  • að mati yfirstýrimanns var þessi skeifa allt of lág.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök óhappsins var óheppileg staðsetning slasaða.    

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 14:34 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis