RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  48004-15.11.21
025/21  49463-15.11.21
024/21  48748-15.11.21
011/21  79093-15.11.21
009/21  254190-15.11.21
006/21  191255-15.11.21
061/21  30286-15.11.21
056/21  39543-15.11.21
049/21  43819-15.11.21
048/21  43249-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 055/04  - Hafdís GK 92
  Hafdís GK 92, fær í skrúfuna og strandar   
 Heimsóknir: 24895 Uppfært: 16.12.04 

  Hafdís GK 92
Skipaskr.nr.: 5930
Smíðaður: Hafnarfirði 1978 plast
Stærð: 2,17 brl; 3,71 bt
Lengd: 7,43 m Breidd: 2,23 m Dýpt: 0,70 m
Vél: Volvo Penta 26,00 kW Árgerð: 1977
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 1. apríl 2004 var Hafdís GK 92 að grásleppuveiðum við Hraunsnes á Vatnsleysuströnd.  Veður:  NV 1 m/s og súgur við ströndina.

 

Þegar verið var að leggja eina trossuna lenti net og teinar hennar í skrúfu bátsins með þeim afleiðingum að aðalvél hans stöðvaðist.  Bátinn rak að ströndinni, steytti á skeri og lagðist á hliðina.  Annar skipverjinn kastaðist fyrir borð en komst að sjálfsdáðum um borð aftur.  Skipstjóri náði að ræsa vélina og að kúpla í afturábak og bakka bátnum úr fjörunni áður en vélin stöðvaðist aftur.  Dreki var látinn fara og lá báturinn vélarvana fyrir honum og skipstjórinn kallaði eftir aðstoð.  Björgunarskipið Sigurjón Einarsson frá Hafnarfirði kom fljótlega á vettvang og dró Hafdísi GK til hafnar.

 

Ekki kom leki að bátnum og við nánari skoðun komu engar skemmdir í ljós, hvorki á bol hans né vélbúnaði. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að sögn skipverja var einn vinnuflotbúningur um borð í bátnum;
  • að sögn skipstjóra náði netið að flækjast á lagningunni í björgunarstigann á skutnum og við það strekktist mikið á því.  Þegar festan var losuð, skaust net út fyrir borðstokkinn og sogaðist í skrúfuna.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök þess að báturinn tók niðri var sú að veiðarfæri fór í skrúfu bátsins og stöðvaðist vél bátsins af þeim sökum.

 

Nefndin bendir sjómönnum á að hafa ávallt legufæri tiltæk þegar verið er að athafna sig með veiðarfæri nálægt ströndinni. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.236.209.138] fimmtudagur 23. mars 2023 07:00 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis