RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  8268-15.11.21
025/21  9875-15.11.21
024/21  9387-15.11.21
011/21  23807-15.11.21
009/21  124951-15.11.21
006/21  96753-15.11.21
061/21  354-15.11.21
056/21  5661-15.11.21
049/21  6699-15.11.21
048/21  6618-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 073/04  - Hrönn BA 70
  Hrönn BA 70, sekkur á línuveiðum   
 Heimsóknir: 19163 Uppfært: 15.03.05 

  Hrönn BA 70
Skipaskr.nr.: 7368
Smíðaður: Hafnarfirði 1992 plast
Stærð: 6,00 brl; 5,20 bt
Lengd: 7,95 m Breidd: 2,70 m Dýpt: 1,53 m
Vél: Yanmar 113,00 kW Árgerð: 1992
Annað: 
Fjöldi skipverja: 1 

Hrönn©Óþekktur 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 3. júní 2004 var Hrönn BA 70 að veiðum með fiskilínu um 22 sml. VNV af Blakksnesi.  Veður:  SV 3 m/sek, lítil vindbára, þoka og skyggni innan við 100 m.

 

Skipverjinn var að ljúka drætti þegar línan slitnaði á síðasta bala.  Hann setti strax út slæðu sem hann hugðist nota seinna til að ná línunni.  Eftir að hafa gengið frá afla og á þilfari fór hann í lúkar og hvíldi sig um stund. 

 

Þegar skipverjinn kom út aftur sá hann að taugin í slæðuna lá undir bátinn.  Til að fá hana ekki í skrúfuna kúplaði hann að skrúfu, gaf vélinni fullt afl og setti stýrið hart í stjórnborða.  Strax tók kröftulega í færið og töluverð stjórnborðsslagsíða kom á bátinn, lunning fór í kaf og sjór flæddi inn í bátinn.  Skipverjinn sló þegar af vélinni og kúplaði frá.  Hann fór út í bakborðssíðu og beið þar átekta þar til séð var hvort bátnum myndi hvolfa.  Hann sá að báturinn byrjaði að rétta sig en jafnframt að síga niður á skutinn og sjórinn flæddi stöðugt inn í hann. 

 

Skipverjinn hraðaði sér í lúkar til að ná í björgunarbúnað og þegar hann snéri til baka, með björgunarbúning og björgunarvesti, braust hann á móti streymandi sjónum.  Hann reyndi að setja STK kerfið af stað og taldi sig hafa ýtt á hnappinn, en það fór ekki í gang. 

 

Skipverjinn komst út úr stýrishúsinu og upp á framskipið sem stóð lóðrétt upp úr sjónum og um einn þriðji af stýrishúsinu var kominn í kaf.  Tókst honum greiðlega að losa gúmmíbjörgunarbátinn á þaki stýrishússins og blása hann upp.  Hann komst í björgunarbúninginn þar sem hann stóð á framskipinu og kom sér síðan í gúmmíbjörgunarbátinn.  Hrönn BA lagðist á stjórnborðshlið þegar hún sökk.

 

 

Björgunarferli:

 

Hrönn BA 70 hvarf af skjá STK kl. 06:05 og þá á stað, 65°45’49”N og 25¨09’40”V. Reynt var að hringja í bátinn, TFV og Sighvatur GK 57 kölluðu á VHF rás 16 og 9 en  án árangurs. 

 

Kl. 07:10 barst “cospas/sarsat” skeyti með staðsetningu 65°45´2’’N og 25°06´6’’V. Landhelgisgæslunni var gert viðvart og strax var nálægt varðskip sent áleiðis á staðinn.  Önnur skip voru á svæðinu og kl. 07:40 var það gangmesta fengið til að athuga ástandið. 

 

Kl. 08:22 lét Ríkey SH 405 vita að skipbrotsmanninum af Hrönn BA 70 hafi verið bjargað heilu og höldnu.  Haldið var með hann til Patreksfjarðar og komið þangað kl. 10:05.  
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að skipverjinn náði ekki að setja STK kerfið í gang.  Hann taldi, eftir á að hyggja, að í flýtinum út úr stýrihúsinu hafi hann ekki tekið plasthlífina af sem er yfir hnappnum á tækinu.  Á sama tíma kvaðst hann litið á klukkuna í stýrihúsinu, hún sýndi tímann, 05:40;
 • að taugin í slæðuna var samansett úr 2x90 fm eða samtals um 330m, 8 mm filmuköðlum með 1500kg slitþoli.  Taugin á slæðunni var fest í spilið og lá um rúllu aftur og undir kjöl.  Hún myndaði um 75° horn frá kjöllínu.  Dýpi á þessum stað var um 85m;
 • að á bolnum, þar sem taugin hafði legið um, var hæll á botni úr stálskúffu og lítið slingubretti á síðunni.   Hællinn náði á annan metra fram á kjölinn og var gegnumboltaður þvert í gegnum hann.  Skipverjinn taldi litlar líkur á að slæðan hafi verið föst á slingubrettinu.  Hann taldi frekar að hún hafi verið föst á hælnum eða fyrir framan hann;
 • að vaxandi norðurfall var frá upp úr miðnætti til rúmlega 06:00.  Kl. 05:00 lá straumur til NV og hraði hans um 1 hnútur.  Stærsti straumur var tveimur dögum seinna.  Báturinn lá því við fasta slæðuna, bæði undan straumi og vindi;
 • að samkvæmt upplýsingum frá skipverjanum var eftirfarandi afli, veiðarfæri og búnaður um borð í bátnum (sjá töflu):

Fjöldi eininga

Tegund einingar

Þyngd á einingu

Samtals þyngd

18

Balar með 500 krókum af 5.5 mm línu

31,00

558

4

Færi 60 fm, 8 mm

6,25

25

4

Færi 90 fm, 8 mm

9,5

38

7

Sökkur

10

70

500

Olía

0,9

450

0

Vatn

1

0

 

Spil, dráttarkarl og rúlla, áætlað

 

120

 

Skipverji og persónu búnaður, áætlaður

 

120

 

Annar ótalinn búnaður áætlað

 

50

6

380 l kör full af fiski í lest

320

1920

3

300 l kör full af fiski

250

750

 

laus fiskur í lest, ágiskun

 

875

1

380 l kar full af fiski á þilfari

320

320

 

 

 

 

 

Samtals áætluð þyngd á afla og búnaði

 

5.296

 • að báturinn var af gerðinni Skel 80 D, mikill þungi var kominn um borð og fríborð minnkað.  Samkvæmt upplýsingum frá Siglingastofnun Íslands var ekki til viðurkenningarskírteini fyrir bátinn en það var til fyrir systurskip hans.  Samkvæmt því má hleðsla ekki fara yfir 3100 kg.
 • að lestarlúga var ekki skálkuð og opnaðist þegar skipið lagðist á stjórnborðssíðuna.  Eftir var að ganga endanlega frá afla í lest;
 • að vélarrúm var lokað með þéttum hlerum í þilfarinu.  Öndun úr því var leidd, í tveimur stokkum, undir borðstokkum fram og upp með stýrihúsi og endaði upp undir þaki eða um 180 sm frá þilfari;
 • að skipverjinn taldi að báturinn hafi sokkið þegar ljóri á lúkarnum sprakk út.  Báturinn maraði nokkurn tíma með stefnið upp úr áður en hann sökk;
 • að þegar skipverjinn kom upp í bátinn tók hann eftir einhverju uppi í þakinu sem hann taldi að væri neyðarsendir bátsins.  Þegar hann hélt að hann væri að ræsa hann kviknaði ljós í bátnum.  Eftir skamma stund áttaði skipverjinn sig á hvar neyðarsendirinn var og gangsetti hann;
 • að skipverjinn vildi koma á framfæri þeirri skoðun sinni að mikilvægt væri að staðsetja sjósleppiloka björgunarbáta að aftan verðu en að sleppisylgjan væri höfð að framanverðu.  Benti hann á að mjög algengt væri að smábátar sykkju niður á skutinn fyrst og flytu oft um stund vegna loftsöfnunar í stefni.  Væri því sjósleppilokinn vart kominn á nægjanlegt dýpi til að losa bátinn ef hann væri staðsettur að framanverðu.  Þá væri erfitt að ná til sleppisylgjunnar ef hún er höfð að aftanverðu. 

 

 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins má rekja til ofhleðslu og vanmats á aðstæðum.  Nefndin telur að allar aðstæður svo sem fall, vindur, lega og festa slæðunnar ásamt mikið skertu fríborði hefði átt að kalla fram varlegri beitingu vélarafls.

 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.144.55.253] fimmtudagur 02. desember 2021 09:16 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis