RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  8268-15.11.21
025/21  9875-15.11.21
024/21  9387-15.11.21
011/21  23807-15.11.21
009/21  124951-15.11.21
006/21  96753-15.11.21
061/21  354-15.11.21
056/21  5661-15.11.21
049/21  6699-15.11.21
048/21  6617-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 074/04  - Máni ÁR 70
  Máni ÁR 70, skipverji klemmist   
 Heimsóknir: 22140 Uppfært: 15.03.05 

  Máni ÁR 70
Skipaskr.nr.: 1829
Smíðaður: Svíþjóð 1987 plast
Stærð: 10,90 brl; 16,10 bt
Lengd: 11,88 m Breidd: 3,74 m Dýpt: 1,20 m
Vél: Volvo Penta 113,00 kW Árgerð: 1987
Annað: 
Fjöldi skipverja: 3 

Máni©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 2. maí 2004 var Máni ÁR 70 á netaveiðum um eina sjómílu suður af Hafnarnesi við Þorlákshöfn.  Veður:  Hægviðri, sjólaust.

 

Verið var að draga inn færið á síðasta netinu þegar einn skipverji lenti með vinstri hendi inn á netaspilið.  Hendi skipverjans fór hálfan hring inn á spilið og klemmdist hún á milli netateins og spils.  Spilið stöðvaðist þegar hendin lenti á öryggisstöng hinu megin við spilið. 

 

Lokið var að draga netið og siglt síðan til Þorlákshafnar þar sem skipverjinn skoðaður og kom þá í ljós að hendin var óbrotin en hafði tognað illa, marist og bólgnað. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að færið var við það að fara hring á spilinu og ætlaði skipverjinn að freista þess að koma í veg fyrir það en við það festist vettlingurinn hans;
  • að öryggisstöngin kom í veg fyrir að ekki fór verr;
  • að skipverjinn var vanur á netaveiðum.  Hann hafði verið þrjár vertíðar á þessum bát.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök slyssins er að skipverjinn hugðist grípa inn í þegar veiðarfæri ókláraðist á spili.  Nefndin áréttar fyrri álit sín um að sjómenn setji ekki hendur í veiðarfæri sem óklárast í fullri hífingu heldur stöðvi hífingu áður en til aðgerða er gripið.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.144.55.253] fimmtudagur 02. desember 2021 09:10 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis