RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  48004-15.11.21
025/21  49463-15.11.21
024/21  48750-15.11.21
011/21  79095-15.11.21
009/21  254196-15.11.21
006/21  191256-15.11.21
061/21  30286-15.11.21
056/21  39544-15.11.21
049/21  43820-15.11.21
048/21  43249-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 079/04  - Sæbjörg ST 7
  Sæbjörg ST 7, leki í vélarúmi   
 Heimsóknir: 23159 Uppfært: 16.12.04 

  Sæbjörg ST 7
Skipaskr.nr.: 1054
Smíðaður: Akranesi 1967 stál
Stærð: 101,00 brl; 176,00 bt
Lengd: 26,95 m Breidd: 5,96 m Dýpt: 5,95 m
Vél: Caterpillar 485,00 kW Árgerð: 2001
Annað: 
Fjöldi skipverja: 4 

Sæbjörg©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 19. júní 2004 var Sæbjörg ST 7 á rækjuveiðum í Skagafjarðardýpi.  Veður:  SV 4 m/sek.

 

Skipverjar voru rétt búnir að láta trollið fara aftur þegar neyðarbjalla fyrir eld eða leka fór í gang.  Við athugun kom í ljós að aðvörunin var frá lekavara í kjalsogi vélarúms og nokkur austur kominn í það.  Reynt var að setja lensidælu af stað en hún dældi ekki og var hafist handa við að gera við hana.  Skipstjórinn kallaði eftir aðstoð og fengin var rafdrifin dæla frá nærstöddum bát, Kópnesi ST 46. 

 

Við dælingu fannst leki á sjólögn fyrir smurolíukæli aðalvélar. Lokað var fyrir botnloka og lekinn stöðvaður.  Skipverjar höfðu hreinsað stíflu í lögnum aðal lensidælunnar og gátu þurrkað rýmið.

 

Frekari aðstoð var afturkölluð og skemmdin á lögninni rafsoðin til bráðabirgðar og siglt til hafnar til viðgerðar. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að einn botnloki var í vélarúmi og var hann festur á súðina. Frá honum var aðal sjólögn úr svörtu heildregnu stálröri yfir 3” að sverleika, sem greinist í neyslusjó fyrir spúl og grein er fæðir smurolíukæli gírs. Þessi grein er boltuð á flangsi á aðalsjólögnina og voru báðar flangsskífurnar úr renndu plötustáli;
  • að leki kom að greininni að smurolíukælinum þar sem rafsuða við flangsinn gaf sig vegna tæringar. Lögnin var að sverleika 1” úr galvanseruðu vatnsröri að síuhúsi sem var úr ryðfríu stáli.  Þessi lögn var um það bil sjö ára gömul;
  • að ástæðan fyrir að lensidæla virkaði ekki var vegna stíflu í ventlakistu.  Í ljós kom að ýmis óhreinindi voru í henni því engin sía var á lögninni fyrir neðan ventlakistuna, en sía var fyrir ofan hana framan við lensidælu:
  • að enginn opinn samgangur var frá vélarúmi við önnur rými í skipinu;
  • að strax og skipstjóri fékk vitneskju um að sjór væri kominn í vélarúm kallaði hann eftir aðstoð.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök lekans var að rafsuða á sjólögn gaf sig vegna tæringar af óþekktum orsökum. 

 

Nefndin undirstrikar gildi lekavara eins og var í þessu skipi.  Þá vill nefndin benda á gott fordæmi sem skipstjóri sýndi með að kalla strax eftir aðstoð. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.236.209.138] fimmtudagur 23. mars 2023 07:41 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis