RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  8264-15.11.21
025/21  9872-15.11.21
024/21  9387-15.11.21
011/21  23804-15.11.21
009/21  124949-15.11.21
006/21  96750-15.11.21
061/21  353-15.11.21
056/21  5660-15.11.21
049/21  6699-15.11.21
048/21  6617-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 107/04  - Þórir SF 77
  Þórir SF 77, skipverji slasast á hendi á togveiðum   
 Heimsóknir: 23816 Uppfært: 15.03.05 

  Þórir SF 77
Skipaskr.nr.: 91
Smíðaður: Noregi 1956 stál
Stærð: 198,81 brl; 306,00 bt
Lengd: 37,77 m Breidd: 7,11 m Dýpt: 5,90 m
Vél: Caterpillar 671,00 kW Árgerð: 1985
Annað: 
Fjöldi skipverja: 8 

Þórir©Jósef Ægir Stefánsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 5. september 2004 var Þórir SF 77 að humarveiðum með tveimur botnvörpum á miðunum milli Hrollaugseyja og Tvískerja.  Veður:  SV 10 m/sek, sjólítið.

 

Þegar skipverjar voru að taka trollin, voru þau flækt saman auk þess sem stertur stjórnborðstrollsins lenti í skrúfunni.  Haldið var áfram að taka bakborðstrollið á stjórnborðssíðunni og var þilfarskraninn notaður við það.  Einn skipverjinn ætlaði að koma stroffu á belg stjórnborðstrollsins og lá hann fyrir aftan rússaspilið, með handleggina úti á milli spelanna á rekkverkinu. Annar skipverji stóð fyrir framan rússaspilið og beið eftir að krókur þilfarskranans losnaði úr bakborðstrollinu til að húkka honum í stroffuna.

 

Skipstjórinn fylgdist með aðgerðum úr brúarglugga og hugðist ná stertinum lausum með því að hífa aftur í rússaspilið.   Hann taldi í lagi að hífa þar sem skipverjar væru að störfum framar á þilfarinu.  Hann hóf hífingu en í því bárust honum boð um að stöðva strax, sem hann gerði.   Við hífinguna höfðu hendur skipverjans sem var að slá á belginn fest í riðlinum með þeim afleiðingum að vinstri framhandleggur brotnaði.

 

Siglt var með slasaða strax til hafnar og honum komið undir læknishendur.  Í ljós kom að hann var brotinn á báðum framhandleggspípum.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að rússaspilið er á stjórnborðssíðunni rétt aftan við stigaþrepin upp í brú.  Taldi slasaði að fullreynt hefði verið með að ná festunni úr með því einu að hífa og nauðsynlegt að nota þilfarskranann til verksins;
  • að hinn slasaði taldi að skipstjórinn hefði átt að sjá eitthvað af sér,  alla vega fæturnar út undan spilinu;
  • að hinn slasaði sagði að ævinlega væri ekki híft nema þegar merki væru gefin þar um;
  • að mikill hluti belgsins hafði náðst inn með rússaspilinu og var því talið að lítill hluti pokans væri enn fastur eða bara sterturinn (kornlínan);
  • að skipstjóri kvaðst hafa litið aftur á þilfarið til að fullvissa sig um að það væri í lagi að hífa.  Slasaði telur að það hefði átt að sjást í hann út undan spilinu, alla vega hefði átt að sjást  í fætur hans, hefði betur verið að gáð;
  • að þar sem slasaði lá með handleggina út fyrir hafði hann ekki möguleika að draga þá til sín til að losa þá úr netinu þegar honum að óvörum var híft.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins var ótímabær hífing án þess að merki hafi verið gefið um að hífa.

 

Nefndin telur að samskiptaleysi og hífingar án tilsagnar séu ávallt ávísun á slys.  Nefndin hvetur menn til þess að tileinka sér og nota undantekningarlaust viðurkenndar merkjagjafir við hífingar. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.144.55.253] fimmtudagur 02. desember 2021 08:22 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis