RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  8268-15.11.21
025/21  9876-15.11.21
024/21  9387-15.11.21
011/21  23807-15.11.21
009/21  124951-15.11.21
006/21  96753-15.11.21
061/21  355-15.11.21
056/21  5661-15.11.21
049/21  6700-15.11.21
048/21  6618-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 122/04  - Sólbakur EA 7
  Sóbakur EA 7, tveir skipverja verða fyrir fiskikari þegar færiband er ræst   
 Heimsóknir: 22304 Uppfært: 10.05.05 

  Sólbakur EA 7
Skipaskr.nr.: 2262
Smíðaður: Hvide Sand, Danmörku 1987 Stál
Stærð: 428,30 brl; 728,00 bt
Lengd: 43,26 m Breidd: 10,40 m Dýpt: 7,03 m
Vél: Wärtsilä 1.240,00 kW Árgerð: 1987
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Sólbakur EA 7 © Jósef Ægir Stefánsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 8. október 2004 var Sólbakur EA 7 á togveiðum í Reyðafjarðardýpi.  Veður:  SV gola og sléttur sjór.

 

Þrír skipverjar voru í lest við að ganga frá fiski í 400 ltr. kör.  Við verkið notuðu þeir færibönd.  Aðal færibandið var eftir miðri lestinni og annað hangandi á því, svokallað “teygjuband” sem hægt var að lengja og stytta eftir þörfum.  Til að festa það í æskilegri stöðu var notuð svokölluð “stoppró”.

 

Færiböndunum sló út og áður en þeim var slegið inn aftur var “teygjubandið” fært aftar í lestina.  Þegar rafmagni var slegið inn fór færibandið af stað aftur og dróst inn og féll til með þeim afleiðingum að það lenti á tveimur skipverjum.  Féll annar þeirra ofan af karastæðunni og lenti með síðuna á karabrún sem stóð á gólfinu.  Bandið féll niður á kar við hlið slasaða. 

 

Slasaði taldi í fyrstu að honum hefði ekki orðið meint af en síðar um daginn varð hann var við blóð í þvagi.  Haft var samband við lækni sem taldi rétt að koma honum undir læknishendur.  Siglt var með slasaða til Norðfjarðar og við skoðun kom í ljós að höggið á síðu slasaða orsakaði blæðingu í nýra.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að ástæða þess að færiböndunum sló út var að yfirálagsvörn í töflukassa á efra þilfari sló út.  Vélstjóri varð var við þetta og sló því inn aftur, skipverjum að óvörum.  Við ræsingu bandsins kom alltaf hreyfing og högg á það;
  • að í lestinni voru alls 320 kör og voru sett fjögur á hæðina, efsta kar var í um 1,8 m hæð yfir þilfari.  Ekki er ljóst hvort kar féll með færibandinu og átt þátt í slysinu;
  • að nefndinni tókst ekki að fá örugga vitneskju um hvort stoppróin hafi verið hreyfð við breytingu á legu færibandsins eða illa hert.  Mikilvægt var að hún væri vel hert;
  • að eftir óhappið kom í ljós að rofi í fjarstýringu virkaði ekki eins og ætlast var til.  Hann átti ekki að haldast inni og bandið ræsast sjálfvirkt.  Eftir atvikið var þetta lagfært.  Einnig kom í ljós að reimin á bandinu var óþarflega strekkt og var slakað á henni.  Ekki er ljóst hvort það hafi átt þátt í óhappinu.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök óhappsins er að færibandið var ekki í fastri stöðu þegar því var slegið inn auk þess sem búnaðurinn var ekki í fullkomnu lagi.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [54.144.55.253] fimmtudagur 02. desember 2021 09:37 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis