RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  11411-15.11.21
025/21  13033-15.11.21
024/21  12536-15.11.21
011/21  27308-15.11.21
009/21  129791-15.11.21
006/21  101249-15.11.21
061/21  3182-15.11.21
056/21  9398-15.11.21
049/21  9857-15.11.21
048/21  9761-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 140/04  - Sædís SH 138
  Sædís SH 138, skipverji slasast við fall   
 Heimsóknir: 20352 Uppfært: 15.03.05 

  Sædís SH 138
Skipaskr.nr.: 6582
Smíðaður: Flateyri 1983 plast
Stærð: 4,60 brl; 4,10 bt
Lengd: 8,14 m Breidd: 2,18 m Dýpt: 1,46 m
Vél: Yanmar 140,00 kW Árgerð: 1997
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

Sædís©Alfons Finnsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 12. júlí 2004 var Sædís SH 138 á reki um 8 sml suður af Arnarstapa.  Veður: SSV 8 m/sek., vestan sjór og þung undiralda.

 

Skipverjar voru úti á þilfari að huga að veðri og stóð annar þeirra bakborðsmegin við vélarkappann þar sem á stóð þvottakassi.  Alda kom undir bátinn og hallaði skipverjinn sér að þvottakassanum sem hrökk úr skorðum, rann út í stjórnborðssíðu og skipverjinn fylgdi á eftir og féll á kassabrúnina og fann til verkja í vinstri síðu.

 

Haldið var til hafnar en slasaði sá ekki ástæðu til að leita læknis fyrr en daginn eftir og reyndist hann þá rifbeinsbrotinn.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að þvottakassinn var samansettur úr tveimur 90 lítra fiskibökkum.  Hann sat í skorðum á vélarkassanum og mun hafa legið á hliðinni í þeim.  Skorðurnar sem voru listar, um 1,5 sm á hæð, nýttust því ekki sem skyldi vegna ávala brúna þvottakassans.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök óhappsins var sú að þvottakassinn var ekki sjóbúinn sem skyldi. 

 

Nefndin brýnir fyrir mönnum að hafa ekki hluti, sem ógna öryggi þeirra, lausa á sjó. 
 

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [107.21.85.250] mánudagur 17. janúar 2022 20:35 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis