RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (2930)
030/21  11411-15.11.21
025/21  13033-15.11.21
024/21  12536-15.11.21
011/21  27308-15.11.21
009/21  129791-15.11.21
006/21  101249-15.11.21
061/21  3182-15.11.21
056/21  9398-15.11.21
049/21  9857-15.11.21
048/21  9761-15.11.21
 1 af 293   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 005/05  - Áskell EA 48
  Áskell EA 48, skipverji slasast við að klemma sig á hendi   
 Heimsóknir: 26537 Uppfært: 10.05.05 

  Áskell EA 48
Skipaskr.nr.: 1807
Smíðaður: Noregi 1987 stál
Stærð: 821,00 brl; 1.236,00 bt
Lengd: 57,45 m Breidd: 12,50 m Dýpt: 7,75 m
Vél: Bergen Diesel 2.208,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 16 

Áskell©Óþekktur 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 1. júlí 2004 var Áskell EA 48 að hefja veiðar með flotvörpu á Rauða torgi. Veður:  ???

 

Skipverjar voru að undirbúa veiðarnar og þrír þeirra unnu við að slá aftari snurpugálga út fyrir stjórnborðssíðuna.  Einn þeirra fór upp á lunningu til að ná til splittis, sem náðist ekki að lyfta nægjanlega, og toga það svo hægt væri að slá gálganum út.  Gálginn var færður út með glussaafli og þegar hann kom í ytra sæti varð langatöng hægrihandar skipverjans á milli.

 

Hlúð var að slasaða og bundið um fingurinn til bráðabirgða.  Skipinu var þegar snúið til lands, þar sem slasaða var komið til læknis.  Við læknisskoðun kom í ljós að nögl fingursins hafði farið af og fremsta kjúka var brotin.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að aftari snurpugálgi er notaður til að hífa hlaupara í rússanum þegar pokinn er hífður fram á síðu til að dæla aflanum úr honum.  Armi í gálganum er slegið út og hangir blökkin í honum.  Arminum er slegið út eða inn eftir atvikum og getur hann snúist um það bil 70 til 80° á láréttum fleti í gálganum. Þessi snúningur er vökvadrifinn;
  • að splitti er til að festa arminn í viðkomandi stöðu.  Splittið situr í baulum sem eru fyrir ofan og neðan arminn og á efri enda þess er soðið handfang. Handfangið er nokkuð stór hringur sem rakst í trissuna og varnaði því að splittið gæti gengið upp í efri bauluna.  Splittið stóð því fyrir arminum og hafði bognað og gat ekki snúist.  Handfangið gekk ekki upp með blökkinni eins og það hafði gert áður en splittið bognaði;
  • að sérstakur búnaður eða ugla var til að lyfta splittinu upp þegar færsla armsins á sér stað.  Uglan var soðin ofan á gálgann og í henni hangir trissa en falur trissunnar er festur í handfangið.  Færsla splittisins þarf að vera nákvæm.  Hún má ekki vera of lítil því þá er splittið fyrir arminum eins og gerðist í þetta skipti.  Ef splittið fer of hátt er hætta á því að það fari upp úr efri baulunni og þá þarf að senda mann upp til að koma því fyrir að nýju;
  • að sögn eins skipverja skipti hann um blökk og lás trissunnar tveimur árum áður og kvaðst hann hafa sett samskonar búnað þannig að hæð trissunnar breyttist ekkert.  Ekki var að sjá að uglan hafi bognað;
  • að eftir slysið var smíðað nýtt splitti og soðið mun minna auga fyrir falinn;
  • að lunningin var tvískipt, heil að neðan og rör yfir henni;
  • að slasaði steig upp á neðri hluta lunningarinnar til að ná til splittisins. Hann studdi hægri hendi á neðri hluta armsins og teygði vinstri hendi yfir hann til að ná til splittisins;
  • að færsla armsins var út og í átt til slasaða þar sem hann stóð á lunningunni;
  • að skipið var á ferð þegar skipverjinn stóð upp á lunningunni;
  • að sá sem stjórnaði tilfærslunni á gálganum sá ekki að slasaði var með hönd á gálganum.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök slyssins er vanbúnaður við færslu arms á snurpugálga og óaðgæsla.   

Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [107.21.85.250] mánudagur 17. janúar 2022 20:42 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis