Örfirisey RE 4, skipverji slasast við að fá klórblöndu í auga.
Heimsóknir: 63794 Uppfært: 23.09.04
ÖrfieiseyRE 4 Skipaskr.nr.: 2170 Smíðaður: Noregi 1988 Stál Stærð: 940,00 brl; 1.831,00 bt Lengd: 65,47 m Breidd: 12,80 m Dýpt: 8,00 m Vél: Wichmann 3.000,00 kW Árgerð: 1988 Annað: Fjöldi skipverja: 27
Atvikalýsing
Hinn 7. febrúar 2001 er bv. Örfirisey RE 4 á siglingu 45 sml. vestur af Reykjanesi. Veður. NNA-15 m/sek., sjólítið.
Skipverjar voru að vinna við hreinsun á færibandalínu á vinnsluþilfari.Einn skipverjanna hugðist hella klórblöndu úr brúsa upp í kar sem verið var að þrífa.Kantur karsins var í u.þ.b. brjósthæð og þurfti skipverjinn því að lyfta brúsanum, upp í þá hæð.Hugðist hann sveifla brúsanum snöggt upp á karbrúnina en í sveiflunni rakst brúsinn utan í kantinn á því og við höggið sprautaðist klórblanda upp úr opnum brúsanum í andlit og augu skipverjans.Missti hann brúsann á þilfarið.
Við rannsókn kom fram
að slasaði notaði ekki augnhlífar sem til voru um borð;
að brúsinn var allt að 30 kg. að þyngd;
að aðrir skipverjar komu hinum slasaða til aðstoðar og skoluðu augu hans;
að hinn slasaði var fluttur með þyrlu á sjúkrahús.
Nefndarálit
Nefndin telur að óvarlega hafi verið staðið að því að hella úr svona stóru íláti við þær aðstæður sem þarna voru, bæði veðurfarslega og að viðkvæmir líkamshlutar voru óvarðir.Nefndin telur að í meðförum hættulegra efna skuli notkun þeirra fara fram í minni einingum, í viðráðanlegum ílátum og notaður sé viðurkenndur hlífðarbúnaður.
Tillögur í öryggisátt
Nefndin telur að þörf sé á aukinni fræðslu fyrir sjómenn á umgengni við hættuleg efni.