RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
070/20  120186-19.05.21
059/19  61430-09.06.20
141/18  52411-09.06.20
132/18  45256-15.01.20
075/16  43282-15.01.20
062/19  33829-13.11.19
108/18  37435-11.04.19
127/17  31139-04.05.18
009/17  31145-13.10.17
038/16  31151-30.08.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 079/00  - M.b. Sindri GK-42
  Sindri GK-42, strandar á siglingu úr höfn í Grindavík   
 Heimsóknir: 63977 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Sindri GK-42
Skipaskr.nr.: 1213
Smíðaður: á Akureyri 1972 úr stáli
Stærð: 111,54 brl; 182,00 bt
Lengd: 25,89 m Breidd: 6,70 m Dýpt: 5,60 m
Vél: MWM 478,00 kW Árgerð: 1971
Annað: 
Fjöldi skipverja: 4 

Sindri ©Sverrir Aðalsteinsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 24. júlí 2000 var m.b. Sindri GK-42 á siglingu út úr Grindavíkurhöfn. Veður: gott, sjólítið.

Bátnum var siglt úr höfn og átti að leiðrétta áttavita fyrir utan höfnina. Siglt var eins og leið lá út á milli hafnarmúlanna en þegar komið var suður fyrir syðra mastur er markar siglingaleiðina lenti skipið vestur úr siglingaleiðinni og strandaði.

Óskað var eftir aðstoð hafnsögumanns og var hafnsögubáturinn kominn fljótlega á vettvang og eftir að dráttartaug var komið á milli bátanna var m.b. sindri GK-42 dreginn af strandstað. Eftir að m.b. Sindri GK-42 losnaði af strandstaðnum sigldi hann fyrir eigin vélarafli inn til hafnar þar sem kafari skoðaði botn skipsins.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipstjóri var sjálfur við stýrið. Hann sagði að ekki hafi verið neinn um borð sem hann treysti til að stýra eða fylgjast með leiðarmerkjunum og segja sér til varðandi siglinguna;
  • að þetta var fyrsta ferð skipstjórans með þetta skip og hann óvanur því;
  • að þegar umrætt atvik varð var nálægt háfjöru;
  • að lögskráning skipverja var ekki í lagi. Skipstjóri sagði aðspurður af lögreglu að enginn væri lögskráður á skipið. Samkvæmt gögnum lögskráningarstofu voru fjórir menn skráðir þennan dag. Skráður skipverji ekki um borð en um borð óskráður maður, auk þess sem um borð var maður sem sagðist ekki vera skipverji, en fengið að fara með þessa ferð, en hann var skráður;
  • að haffæri skipsins rann út 9. júlí en var innan þess ramma sem Siglingastofnun fer eftir enda var unnið að lagfæringum á skipinu fyrir skoðun.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að orsök strandsins sé óaðgæsla við stjórn og siglingu skipsins. Skipstjóri gat ekki fylgst með leiðarmerkjum á fullnægjandi hátt á meðan skipinu var siglt úr höfn en leiðarmerkin eru aftur undan skipinu sem er á leiðinni úr höfn.

Nefndin ítrekar fyrri ályktanir varðandi nauðsyn á að skipverjar kunni að stýra skipi svo að skipstjóri geti sinnt þeim skyldum sínum að annast stjórnun á skipinu.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin vill benda skipstjórnarmönnum á að tryggja ávallt öryggi skipsins við siglingu, sérstaklega þar sem mikillar nákvæmni er krafist. Í áhöfn þeirra sé ávallt skipverjar, sem geta handstýrt þegar þess er þörf. Einnig bendir nefndin á að það er skylda skipstjóra að sjá til þess að undirmenn fái tillhlíðilega þjálfun, í þessu tilfelli að stýra skipinu skammlaust, sem öðrum þeim störfum sem fylgja góðri sjómennsku.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 10:03 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis