-
að sterkar ediksýrugufur geta valdið sviða í augum og hálsi;
-
að vegna fjölda lúga og fyrirkomulags þeirra á þilfarinu þurftu skipverjar mikið að ganga á þeim með tilheyrandi erfiðleikum. Fram kom að menn væru mikið að hrasa við þessar aðstæður;
-
að ný áhöfn var á skipinu nema sá slasaði sem var þar til leiðsagnar. Fram kom hjá honum að fram að þessu hefðu munnlegar verklagsreglur kveðið á um að hafa einungis opið það sem var verið að vinna við og loka því síðan strax að verki loknu. Nýrri áhöfn hafði ekki verið kynntar þessar verklagsreglur;
-
að ekki var farið eftir öryggisleiðbeiningum seljanda um meðferð ediksýrunnar en hann segist hafa komið öryggisleiðbeiningum í hvert skip þegar ediksýra var afgreidd í fyrsta sinn;
-
að sögn skipstjóra var hann búinn að vera á skipum sem notuðu ediksýru í mörg ár en minntist þess ekki að hafa séð nein fyrirmæli frá söluaðila um meðhöndlun efnisins. Hann kvað þó hugsanlegt að fyrirmæli hefðu komið frá seljanda eftir eiturefnaslysið í sundlauginni á Eskifirði en eftir það hafi meðhöndlun eiturefna batnað til muna;
-
að skipstjóri benti á að ediksýru ætti ekki að afgreiða um borð öðruvísi en með sérstakri slöngu beint niður í lestar eins og hann væri farinn að gera. Þá væri líka hægt að blanda því í vatnið sem tekið er í lestarnar en við svo mikla blöndun væri það hættuminna;
-
að sögn starfsmanns í landi hefur ediksýru ekki verið blandað saman við vatn hjá löndunaraðilanum;
-
að í öryggisleiðbeiningunum söluaðila um ediksýru 80% kemur m.a. fram að menn skuli búnir eftirfarandi persónuvörnum:
-
Öndunargrímu með viðeigandi síu eftir styrk mengunar eða ferskloftstæki þegar unnið er í langan tíma með efnið eða þegar hætta er á að það fari yfir mengunarmörk.
-
Vel lokuðum öryggisgleraugum.
-
Viðeigandi hlífðarfatnaði.
-
að ekki voru til hlífðargleraugu eða öndunargrímur um borð og varnir gegn ediksýrunni því eingöngu vettlingar, stígvél og sjógalli;
-
að sögn löndunaraðila hefur hann eftir slysið fengið möppur hjá söluaðila um meðferð eiturefna og dreift þeim í skip sem eru í viðskiptum við hann;
-
að ekki lá fyrir áhættumat fyrir skipið.