RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
145/09  75309-21.02.11
129/08  49144-20.04.09
126/08  55176-02.03.09
121/08  51486-02.03.09
010/08  52658-30.11.08
160/07  57522-06.05.08
162/07  49869-10.03.08
161/07  52755-10.03.08
074/07*  42936-10.12.07
127/06  49878-23.03.07
 4 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 074/07  - Birtingur  NK 119
  Birtingur NK 119, skipverji slasast við fall   
 Heimsóknir: 42937 Uppfært: 10.12.07 

  Birtingur NK 119
Skipaskr.nr.: 2329
Smíðaður: Noregi 1990 stál
Stærð: 700,90 brl; 1.230,00 bt
Lengd: 56,00 m Breidd: 11,00 m Dýpt: 7,70 m
Vél: Wichmann 2.427,00 kW Árgerð: 1990
Annað: 
Fjöldi skipverja: 13 

Birtingur©Hilmar Snorrason 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 25. apríl 2007 var Birtingur NK 119 við bryggju á Neskaupsstað.  Veður: SA 3 m/s

 

Skipverjar voru að vinna við frágang á þilfari fyrir brottför og var einn þeirra að láta ediksýru 80% renna úr geymi niður í stjórnborðs 2 lest.  Við þetta stóð hann á lestarlúgu á stjórnborðs 1 lest sem var búið að fylla af sjó og loka en mannop á henni var opið.  Þegar sterk ediksýrugufa fór að streyma frá 2 lestinni hörfaði skipverjinn aftur á bak en við það steig hann niður um mannopið.  Hann féll hálfur niður í opið og lenti með hægri síðuna á karmi þess.

 

Skipverjinn kenndi mikils sársauka en við skoðun var talið að þetta jafnaði sig fljótlega.  Hann fór í veiðiferðina en í ljós kom síðar að hann hafði marist á baki og rifbein brákast.

 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að sterkar ediksýrugufur geta valdið sviða í augum og hálsi;
  • að vegna fjölda lúga og fyrirkomulags þeirra á þilfarinu þurftu skipverjar mikið að ganga á þeim með tilheyrandi erfiðleikum.  Fram kom að menn væru mikið að hrasa við þessar aðstæður; 
  • að ný áhöfn var á skipinu nema sá slasaði sem var þar til leiðsagnar.  Fram kom hjá honum að fram að þessu hefðu munnlegar verklagsreglur kveðið á  um að hafa einungis opið það sem var verið að vinna við og loka því síðan strax að verki loknu.  Nýrri áhöfn hafði ekki verið kynntar þessar verklagsreglur;
  • að ekki var farið eftir öryggisleiðbeiningum seljanda um meðferð ediksýrunnar en hann segist hafa komið öryggisleiðbeiningum í hvert skip þegar  ediksýra var afgreidd í fyrsta sinn;
  • að sögn skipstjóra var hann búinn að vera á skipum sem notuðu ediksýru í mörg ár en minntist þess ekki að hafa séð nein fyrirmæli frá söluaðila um meðhöndlun efnisins.  Hann kvað þó hugsanlegt að fyrirmæli hefðu komið frá seljanda eftir eiturefnaslysið í sundlauginni á Eskifirði en eftir það hafi meðhöndlun eiturefna batnað til muna;
  • að skipstjóri benti á að ediksýru ætti ekki að afgreiða um borð öðruvísi en með sérstakri slöngu beint niður í lestar eins og hann væri farinn að gera.  Þá væri líka hægt að blanda því í vatnið sem tekið er í lestarnar en við svo mikla blöndun væri það hættuminna;
  • að sögn starfsmanns í landi hefur ediksýru ekki verið blandað saman við vatn hjá löndunaraðilanum;
  • að í öryggisleiðbeiningunum söluaðila um ediksýru 80% kemur m.a. fram að menn skuli búnir eftirfarandi persónuvörnum:
  • Öndunargrímu með viðeigandi síu eftir styrk mengunar eða ferskloftstæki þegar unnið er í langan tíma með efnið eða þegar hætta er á að það fari yfir mengunarmörk.
  • Vel lokuðum öryggisgleraugum.
  • Viðeigandi hlífðarfatnaði.
  • að ekki voru til hlífðargleraugu eða öndunargrímur um borð og varnir gegn ediksýrunni því eingöngu vettlingar, stígvél og sjógalli;
  • að sögn löndunaraðila hefur hann eftir slysið fengið möppur hjá söluaðila um meðferð eiturefna og dreift þeim í skip sem eru í viðskiptum við hann;
  • að ekki lá fyrir áhættumat fyrir skipið.
 
 

 Nefndarálit
 

Orsök slyssins er óaðgæsla við meðferð hættulegra efna.

 

Nefndin átelur að ekki hafi verið til staðar í skipinu nauðsynlegur öryggisbúnaður til notkunar við meðhöndlun á hættulegu efni. 

 

Þá hvetur nefndin skipstjórnarmenn að halda til haga öryggisleiðbeiningum og öðrum leiðbeiningum um meðhöndlun hættulegra efna sem notuð eru í skipum.  Þær á að kynna skipverjum reglulega og vera þáttur í öryggisæfingum.  

 

Sérstök ábending:

 

Nefndin hvetur skipstjórnarmenn til að framfylgja reglum um áhættumat á skipum og hafa skráðar verklagsreglur þar sem því verður við komið.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin beinir því til Siglingastofnunar að gerð verði sérstök könnun á hversu algengt sé að reglum um áhættumat í skipum sé ekki framfylgt.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.236.209.138] fimmtudagur 23. mars 2023 06:44 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis