RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
145/09  74916-21.02.11
129/08  48487-20.04.09
126/08  54322-02.03.09
121/08  50685-02.03.09
010/08  51969-30.11.08
160/07 56646-06.05.08
162/07  49056-10.03.08
161/07  51876-10.03.08
074/07  42269-10.12.07
127/06  49202-23.03.07
 4 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 160/07  - Særif SH 25
  Særif SH 25, stjórnvana og dregin í land   
 Heimsóknir: 56647 Uppfært: 06.05.08 

  Særif SH 25
Skipaskr.nr.: 2657
Smíðaður: Hafnarfirði 2005 plast
Stærð: 11,60 brl; 15,00 bt
Lengd: 13,04 m Breidd: 3,75 m Dýpt: 1,42 m
Vél: Caterpillar 254,00 kW Árgerð: 2005
Annað: 
Fjöldi skipverja: 3 

Særif©Jón Páll Ásgeirsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 27. nóvember 2007 var Særif SH 25 á línuveiðum á Breiðafirði. Veður: SV hægviðri en vestan undiralda

 

Þegar verið var að draga línuna var bakkað upp í ölduna og festist stýrið í borði. Skipverjar reyndu ítrekað að losa það en án árangurs.  Lokið var við línudráttinn og bógskrúfan notuð til stýringar.  Skipverjar óskuðu eftir aðstoð og var björgunarskipið Björg sent til bátsins og dró hann til hafnar á Rifi.

 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að fram kom hjá skipstjóranum að bakkað hefði verið “hressilega” upp í ölduna;
  • að við það að stýrisblaðið keyrðist í borð bognuðu barkar sem voru staðsettir í stjórnboxi inni í skuttanknum og var það ekki aðgengilegt nema utanborðs;
  • að neyðarstýri var ekki um borð en skipstjóri sagði að ætlast sé til að bógskrúfa og skutblöðkur væru notaðar til stjórnunar.  Það var ekki hægt í þessu tilfelli þar sem stýrið var fast í borði.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur ástæðu óhappsins vera þá að bakkað hafi verið af meiri krafti upp í ölduna en stýrisbúnaðurinn þoldi.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin telur óviðunandi að ekki sé hægt að komast að stjórnbúnaði stýris innan úr skipi og beinir því til Siglingastofnunar Íslands að hún endurskoði reglur þar um.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 10:34 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis