Þann 1. desember 2007 lá Fanney RE 31 við bryggju í Stykkishólmi.Veður: N - NA15 m/s.
Vaktmaður sem var á ferli á hafnarsvæðinu sagðist ekkert hafa séð óeðlilegt við Fanneyju um kl. 02:00 en þegar hann fór aftur framhjá um kl. 04:00 var báturinn sokkinn.
Við rannsókn kom fram
að eftir að bátnum var náð upp voru allar lunningastyttur brotnar niður við þilfar og sýnilegt að flestar höfðu gömul brotsár en allar voru verulega fúnar í brotsvæðinu;
að eftir að báturinn var þurrausinn var settur í hann mjattlari án flotrofa og dældi hann að staðaldri um tveimur lítrum á mínútu;
að einn lekastaður fannst í upp með afturstefni við stýrisstamma og virtist sá leki vera svipaður og það sem dælt var úr bátnum en ekki var hægt að mæla innstreymið;
að eftirlitsmaður dældi reglulega austri úr bátnum eða á þriggja til fjögura daga fresti og síðast hefði hann dælt seint að kvöldi 27. nóvember;
að báturinn var almennt í lélegu ástandi m.a. síður gisnar.Botnlokar og sjórör virtust heil;
að báturinn hafði legið í höfninni á Patreksfirði um langan tíma og verið fluttur til Stykkishólms fyrir rúmu ári.
Nefndarálit
Orsök atviksins er lélegt ástand bátsins.
Tillögur í öryggisátt
Í ljósi þess að svokallaðir óreiðubátar eru ítrekað að sökkva í höfnum og skapa margvíslegar hættur beinir nefndin því til Siglingastofnunar Íslands að hún hlutist til um að hafnaryfirvöld fái viðeigandi úrræði til lausnar á þessu vandamáli til að auka öryggi.