Þann 10. september 2008 var Tryggvi Eðvarðs SH 2 að línuveiðum austast í Kolluál í Breiðafirði.Veður: Hægviðri
Vélin stöðvaðist og eftir árangurslausa bilanaleit bað skipstjórinn Lilju SH 16 að draga bátinn til hafnar í Rifi.
Við rannsókn kom fram
að í ljós kom að tengingar báðum megin við 10 A öryggi voru lausar við straumlögn að ádreparaspólu við olíuverk.Nauðsynlegt er að rafmagn sé á ádreparaspólunni til að vélin gangi.
Nefndarálit
Orsök þess að vélin stöðvaðist var straumrof á ádreparaspólu vegna þess að tengingar voru lausar.
Tillögur í öryggisátt
Nefndin telur þennan frágang mjög varhugaverðan og leggur til við Siglingastofnun Íslands að hann verði tekinn til skoðunar.