RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  42024-23.10.06
011/06  44296-06.06.06
088/05  41232-27.03.06
094/05  40609-21.02.06
107/01  56992-01.12.05
065/05  38834-08.11.05
012/05  43695-31.08.05
043/04  49626-31.08.05
081/04  40254-12.02.05
105/03  45122-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 045/01  - Baldur 
  Baldur, Breiðarfjarðaferjan, skipverji slasast þegar við að fá fosfórsýru (ryðhreinsi) í andlitið   
 Heimsóknir: 56998 Uppfært: 23.09.04 

  Baldur
Skipaskr.nr.: 2044
Smíðaður: Akranesi 1990 Stál
Stærð: 301,00 brl; 645,00 bt
Lengd: 39,40 m Breidd: 9,20 m Dýpt: 6,60 m
Vél: Caterpillar x 2 1.038,00 kW Árgerð: 1990
Annað: 
Fjöldi skipverja: 7 

 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 19.maí 2001 var Baldur staddur í höfn í Stykkishólmi. 

 

Verið var að undirbúa sýruþvott á bakborðssíðu Baldurs.  Skipverji hafði lokið við að setja efnið sem notað var yfir á þrýstikút sem notaður var við verkið.  Hann var að dæla upp þrýstingi á kútinn með loftdælu þegar lok kútsins gaf sig með þeim afleiðingum að sýran þrýstist upp úr honum og í andlit skipverjans.

 

Byrjað var að skola hinn slasaða um borð með léttu saltvatni og síðan farið með hann á sjúkrahúsið á Stykkishólmi og þaðan á Landsspítalann í Reykjavík. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að efnið sem verið var að nota er sýruvask frá ARROW, sem er ryðeyðir og inniheldur fosfórsýru með sýrustiginu PH 0,2.
  • að þrýstikúturinn var 8-9 ára gamall;
  • að öryggiventill var á kútnum sem átti að virka á þann veg að þegar fullur þrýstingur var kominn á kútinn átti hann að hleypa af honum yfirþrýstingnum;
  • að hinn slasaði var  hvorki með hlífðargleraugu né í hlífðarfatnaði;
  • að ekki var búið að dæla fullum þrýstingi á kútinn;
  • að við rannsókn á skrúfgengjum á kútnum komu fram tognun í plastinu;
  • að öryggisventill stóð á sér;
  • að samkv. niðurstöðu prófana bendir ekkert til að þrýstingur við pumpun hafi valdið því að kúturinn gaf sig en að líkur eru á að aðskotaefni og/eða aðskotahlutur hafi verið í kútnum;
  • að samkv. upplýsingum frá söluaðila þá eru sambærilegir kútar í dag ekki fyrir sýru;
  • að þegar kúturinn var keyptur á sínum tíma í samráði við söluaðila var sérstaklega óskað eftir því að hann yrði fyrir fosfórsýru.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur að kúturinn sem notaður var hafi ekki verið í lagi og viðhaldi hans ábótavant.  Þá átelur nefndin að ekki hafi verið notaður viðeigandi hlífðarbúnaður við verkið.   

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin beinir því til útgerðaraðila og áhafna að setja reglur um meðferð hættulegra efna um borð í skipum sínum.  Þá eigi það að vera ófrávíkjanleg regla að skipverjar klæðist viðeigandi hlífðarfatnaði og hlífðargleraugum þegar  unnið er með hættuleg efni.     
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [44.201.95.84] mánudagur 26. september 2022 13:39 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis