RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  42024-23.10.06
011/06  44296-06.06.06
088/05  41232-27.03.06
094/05  40609-21.02.06
107/01  56992-01.12.05
065/05  38834-08.11.05
012/05  43695-31.08.05
043/04  49626-31.08.05
081/04  40254-12.02.05
105/03  45122-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 045/00  - M.b. Sædís SF-4
  Sædís SF-4 sekkur í róðri suðvestur af Hafnarnesi   
 Heimsóknir: 51649 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Sædís SF-4
Skipaskr.nr.: 6396
Smíðaður: í Vestmannaeyjum 1982 úr trefjaplasti
Stærð: 4,03 brl; 4,13 bt
Lengd: 7,67 m Breidd: 2,27 m Dýpt: 1,22 m
Vél: Volvo Penta 118,00 kW Árgerð: 1990
Annað: 
Fjöldi skipverja: 1 

 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 30. mars 2000 um kl. 06:00 fór m.b. Sædís SF-4 frá Þorlákshöfn til veiða með handfæri. Veður: suðvestan 1-3 vindstig, suðvestan kvika.

Siglt var suður á Selvogsbanka um 15 sml frá Þorlákshöfn.

Eftir að komið var á miðin voru veiðar stundaðar til um kl. 17:45 en þá voru komin austnorðaustan 6 vindstig og kröpp kvika ofan á suðvestan öldu. Heldur bætti í vind og u.þ.b. hálfri stundu síðar voru komin 7-8 vindstig og sjólag hafði versnað. Siglt var á 5-6 sml hraða á móti veðrinu. Kom þá hnútur á bátinn stjórnborðsmegin en við það losnuðu kör með fiski í og köstuðust út í bakborðssíðu. Kom mikill sjór yfir borðstokk og báturinn lagðist til bakborða.

Er skipstjóri hugaði betur að sá hann að sjór kom inn um gat á gafli bátsins. Skipstjóri reyndi "að sigla bátinn upp" en án árangurs. Hafði hann þá símasamband við nærstaddan bát, m.b. Herborgu SF-69, og skýrði frá ástandi. Á meðan skipstjóri var í símanum hafði báturinn hallast meira og var sjór farinn að flæða yfir borðstokk. Lét hann skipstjóra m.b. Herborgar SF-69 vita um að báturinn væri að sökkva.

Skipstjórinn sjósetti gúmmibjörgunarbát og festi hann við stefni bátsins en fór síðan í stýrishús og ýtti á hnapp á sjálfvirka tilkynningakerfinu sem sendir beiðni um aðstoð. Hann yfirgaf síðan bátinn og fór í gúmmíbjörgunarbátinn og skar á fangalínuna. Fljótlega eftir að hann var kominn í gúmmíbátinn sökk m.b. Sædís SF-4 að aftan þar til aðeins stefnið var uppúr. Gangsetti hann neyðarsendi og gerði klár neyðarblys.

Skipbrotsmanni var bjargað um borð í m.b. Herborgu SF-69 eftir skamma stund.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að afli um borð var talinn hafa verið 2000 til 2100 kg. Um 60% afla í lest og afgangur í tveimur 380 lítra körum á þilfari. Olíuforði hafi verið um 280 lítrar;
 • að sögn skipstjóra var báturinn í fyrstu veiðiferð frá því í nóvember 1999. Þó rámar hann í að hafa farið tvo róðra frá Hornafirði í janúar með línu;
 • að skipstjóri sagði að ekki hafi verið fyrir hendi Viðurkenningarskírteini fyrir bátinn né að hleðslumerki hafi verið á honum;
 • að ekki hafði verið gefið út Viðurkenningarskírteini fyrir bátinn þar sem fram kemur hámarkshleðsla hans;
 • að í Viðurkenningarskírteini fyrir sambærilegan bát áður en lenging fór fram kemur í ljós að hámarksþungi í bátnum má vera 1300 kg.
 • að um borð var samtals þungi 3130 kg:

Afli 2.000 kg.
Fiskikör 200 kg
Olía 230 kg
Skipverji 100 kg
Færavindur og geymar 100 kg
Vél 500 kg

 • að vél bátsins var aftast og var lúka yfir henni á lömum aftast. Tvær skrúfþvingur voru á lúku yfir vélarrúmi en þær voru ekki á þegar umrætt atvik átti sér stað;
 • að skipstjóri telur að hallinn sem kom á bátinn eftir að hnútur lenti á honum hafi verið 30° til 40°;
 • að bátnum var siglt frá Hornafirði til Þorlákshafnar í byrjun mars. Skipstjór kom þrisvar til fjórum sinnum til Þorlákshafnar til að líta eftir bátnum. Þurfti stundum að dæla úr bátnum og var það talið stafa af snjó á þilfari er bráðnað hafi um borð;
 • að skipstjóri kvaðst ekki hafa haft neinar upplýsingar um hve mikið hann mátti hlaða bátinn;
 • að við skoðun fulltrúa Siglingastofnunar Íslands á bátnum var gerð atugasemd við sjálfvirkan losunarbúnað gúmmíbjörgunarbáts. Ekki hafði verið bætt úr því er báturinn sökk;
 • að á gafli bátsins voru tvö göt og voru þau opin á siglingunni til lands;
 • að skipstjóri m.b. Herborgar SF-69 sagði að bæta mæti talstöðvasamband á svæðinu fyrir utan Þorlákshöfn. Sagði hann að ekki næðist samband fyrr en komið væri um 3 sml út frá ströndinni.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur orsök þess að báturinn sökk megi rekja til þriggja samverkandi þátta:

 1. fiskikör losnuðu eftir að hnútur kom á bátinn en sjóbúnaði þeirra var ábótavant.
 2. báturinn var mjög mikið hlaðinn.
 3. vanbúnaður á lokun vélarrúms þannig að sjór átti greiða leið til vélarúms ef sjór komst inn á þilfar.

Nefndin bendir á mikilvægi þess að fiskikör séu ávallt tryggilega sjóbúin.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin bendir á þörf þess að settar verði reglur um hleðslu smábáta, sem bæði taki til nýrra og gamalla báta þar sem fram komi hámarkshleðsla í skírteinum þeirra.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [44.201.95.84] mánudagur 26. september 2022 13:40 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis