RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  42845-23.10.06
011/06  45157-06.06.06
088/05  42045-27.03.06
094/05  41498-21.02.06
107/01  57883-01.12.05
065/05  39658-08.11.05
012/05  44586-31.08.05
043/04  50370-31.08.05
081/04  41016-12.02.05
105/03 46048-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 105/03  - Sturla GK 12
  Sturla GK 12, tekur niðri í innsiglingunni í Grindavík   
 Heimsóknir: 46049 Uppfært: 22.12.04 

  Sturla GK 12
Skipaskr.nr.: 1612
Smíðaður: Wallsend Englandi 1974 stál
Stærð: 297,00 brl; 276,00 bt
Lengd: 35,00 m Breidd: 8,00 m Dýpt: 4,90 m
Vél: Bergen Diesel 990,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 4 

Sturla©gsv 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 24. október 2003 um kl. 22:20 var Sturla GK 12 á leið út úr höfninni í Grindavík áleiðis til Ísafjarðar.  Veður:  VNV 3 m/s, sjólaust og stórstraumsfjara.Strandstaður

 

Strandstaður

Leiðarlína

Skipið var komið nokkuð út fyrir ytri brimvarnargarða  á stefnunni 183° þegar það skyndilega tók nokkuð harkalega niðri framan til á bakborða.  Við þetta kastaðist skipið mikið til í bæði borð og aðvörunarljós gáfu til kynna að leki var kominn að skipinu.  Við athugun kom í ljós að mikill sjór var í öxulrými.

 

Lónað var fyrir utan höfnina í um tvær klst. áður en ákvörðun var tekin um að sigla inn í höfnina aftur.

 

Við skoðun kafara komu í ljós tvö lítil göt og eitt stórt bakborðsmegin ásamt því að eitt botnstykki af þremur var ónýtt.  Skemmdir voru einnig á skrúfu og skrúfuhring.

 

Kafarinn þétti skipið með tréfleygum og kítti.  Lítill leki var eftir það og var skipinu siglt þann 25. október til Njarðvíkur til viðgerða.  Ferðin gekk vel, dælur sem stöðugt voru í gangi höfðu vel undan.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að skipstjórinn var nokkuð vanur að fara þarna um, en oftast í björtu, í þetta skipti var mikið myrkur;
 • að skipstjóri hafði fengið tilsögn um stefnu frá hafnsögumanni.  Samkvæmt upplýsingum frá hafnaryfirvöldum var skipstjóra ítrekað boðin lóðsþjónusta sem hann taldi ekki þörf á;
 • að djúprista skipsins var 4,40 metrar;
 • að við nánari athugun skipstjóra sá hann að skipið hafði borið nokkuð austur úr innsiglingamerkjunum;
 • að skipið lenti utan í grynningum (sjá mynd) suður af svokölluðum Snúningi.  Á stórstraumsfjöru er 2,2 –2,3 metra dýpi á þessum grynningum;
 • að á siglingunni var ratsjá í gangi og gýró-áttaviti var réttur.  Skipstjórinn var sjálfur við stýrið og notaði tilsögn frá þremur öðrum skipverjum.  Hann kvaðst hafa fengið tilmæli frá einum þeirra um að beygja til bakborða, sem hann gerði;
 • að skipstjórinn var nýtekinn við skipinu og var þetta hans fyrsta ferð;
 • að hann hefði getað séð leiðarmerkin sjálfur, þrátt fyrir að hafa verið að handstýra, ef hann hefði kynnt sér aðstæður í brúnni betur áður en lagt var af stað;
 • að sögn skipstjóra var ekki alveg komin háfjara og eitthvað austurfall hjálpaði til við að bera skipið af leið.  Skipstjóra fannst þetta bera að á óeðlilega skömmum tíma;
 • að skv. upplýsingakerfi frá hafnaryfirvöldum var vindur VNV 3 m/s og ölduhæð 1 m.  Þetta segir að nánast var ládautt á strandstað og við þær aðstæður er ekki straumur nema út og inn eftir falli;
 • að höfnin hefur, í samráði við Siglingastofnun Íslands, sett út bauju við austurkant rennu við eystri grjótgarð og 27. janúar 2004 var sett út bauja við vestur jaðar rennunnar á stað: 63°49,786 og 22°25,778, sem er á móti grynningunum.  Þessi bauja slitnaði upp um tveimur vikum seinna en verður sett út aftur með styrkari festingum.
 
 

 Nefndarálit
 

Skipið tók niðri vegna þess að það var komið út úr leiðarlínu. 

 

Nefndin átelur það verklag sem við var haft af skipstjóra að kynna sér ekki skipið betur áður en lagt var af stað.  Einnig að hafa ekki yfirsýn sjálfur með leiðarmerkjum meðan á siglingunni stóð og hafa annan mann á stýri, sérstaklega þar sem skipstjóri var ekki vanur skipinu.

 

Nefndin hvetur skipstjórnarmenn að nýta sér hafnsöguþjónustu varhugaverðra hafna sé eitthvað sem telja megi til ógnar við öryggi áhafnar og skips.  
 

 Tillögur í öryggisátt
  Í ljósi tíðra óhappa á þessum stað leggur nefndin til að hafnaryfirvöld og Siglingastofnun Íslands hlutist til um að sett verði á þessa grynningu varanlegt sjómerki með ljósmerki.    
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 09:30 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis