RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  42845-23.10.06
011/06  45157-06.06.06
088/05  42044-27.03.06
094/05  41498-21.02.06
107/01  57882-01.12.05
065/05  39658-08.11.05
012/05  44586-31.08.05
043/04  50369-31.08.05
081/04*  41015-12.02.05
105/03  46048-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 081/04  - Kiran Pacific 
  Kiran Pacific - erl. flutningaskip, strandar út af Straumsvík   
 Heimsóknir: 41016 Uppfært: 12.02.05 

  Kiran Pacific
Skipaskr.nr.: 
Smíðaður:
Stærð:  brl;  bt
Lengd:  m Breidd:  m Dýpt:  m
Vél:   kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Kiran Pacific©RNS 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 26. júní 2004 var stórflutningaskipið Kiran Pacific að koma frá Bandaríkjunum með um 34.000 tonn af súráli til Straumsvíkur.  Djúprista skipsins var 11,2 m að framan og 11,35 m að aftan.  Veður:  ASA 10-15 m/s og skyggni gott.

 

Um morguninn hafði veðurhæðin verið að fara yfir 20 m/s í austlægri átt því var ákveðið að Kiran Pacific legðist fyrir akkeri á akkerislegusvæði Hafnarfjarðarhafnar.  Skipstjórinn hafði fengið uppgefinn legustað frá umboðsmanni skipsins á 64°04´N og 022°02´V sem er 1,7 sjómílu SA frá Valhúsabauju á 25-30 m dýpi. 

 

Þegar skipið nálgaðist akkerisleguna strandaði það um kl. 17:35 á grynningum (8,6 m) vestur af Valhúsagrunni, á stað 64°04,7N og 022°08,8V.  Skipið sat fast rétt fyrir framan miðlínu og með stefnuna í austur.

 

Þrjú göt komu á skipið og sjór komst í stafnhylki og sjótank I bakborðs- og stjórnborðsmeginn auk annarra botnskemmda á afturskipi.  Milli kl. 01:00 – 02:00 urðu skipverjar á dráttarbátnum Hamri, sem var við mælingar og myndatöku við skipið, varir við að skutur skipsins hreyfðist til bakborða.  Hamar var þá fenginn til að ýta á skipið til að koma því í rétta stöðu en var fljótlega látinn hætta því.  Skipið snérist um 50-60° á strandstað í átt að grynningunum og virtist það ekki hafa neinar afleiðingar.

 

Fulltrúar skipafélagsins fengu sérhæfða aðila frá Hollandi til að stýra björgunaraðgerðum.  Ákveðið var að dæla lofti í leku kjölfestutanka skipsins og var vinna við það hafin þegar skipverjar á dráttarbátnum Hamri sáu á siglingatækjum að Kiran Pacific fór að hreyfast norður eftir grynningunum, þrátt fyrir að þeir teldu að djúpristan hefði ekki breyst.  Þeir létu vita af þessu og voru þá fengnir til að taka í skipið og var það laust af strandstað á háflóði um kl. 14:20 þann 28. júní.

 

Skipið lagðist að bryggju í Straumsvík og var losað þar.  Eftir bráðabirgðarviðgerðir hélt skipið utan til frekari viðgerða.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að skipstjóri lét ekki viðeigandi aðila í landi vita um strandið.  Vitneskja um strandið kom í gegnum þriðja aðila til hafnaryfirvalda, sem var staddur erlendis, um þremur klst. eftir strandið.  Hafnaryfirvöld tilkynntu það strax til Landhelgisgæslunnar;
 • að sögn skipstjóra var skipið á um 2ja hnúta ferð þegar það strandaði;
 • að skipstjórinn var að koma til landsins í fyrsta skiptið;
 • að við skoðun á sjókorti skipsins (British Admiral nr. 2734/2004, sem er sama og íslenskt kort nr. 36) hafði verið dregin leiðarlína frá Garðskaga að akkerislegu.  Samkvæmt kortinu höfðu verið settar út staðsetningar og voru þær allar fyrir norðan leiðarlínu.  Grunnið var vel merkt á sjókortinu;
 • að sögn skipstjóra hafði verið sett siglingaáætlun í GPS leiðsögutæki, sem ekki hefði gefið aðvörunarmerki við siglingu utan leiðar;
 • að á siglingunni höfðu auk GPS tækisins verið tvær ratsjár í gangi.  Öll siglingatæki og gýróáttaviti voru í góðu lagi;
 • að skipstjórinn kvaðst hafa vitað um þetta grunn.  Hann taldi vind og hugsanlegan straum hafa borið skipið af leið;
 • að um 400 tonn af olíu var í skipinu;
 • að þetta grunn er vel skilgreint í öllum helstu hafnarupplýsingaritum um aðkomu skipa til hafnarinnar.  Sérstaklega eru skip með djúpristu yfir 7 m vöruð við grunninu;
 • að bakvakt er allan sólarhringinn hjá Hafnarfjarðarhöfn.  Í hafnarupplýsingum er gefinn upp VHF rás (14) og farsími bakvaktar og ber sjófarendum að láta höfnina vita a.m.k. tveimur klst. fyrir komu á hafnarsvæðið.  Þetta var ekki gert.  Höfnin fékk símtal frá umboðsmanni skipsins um að skipið væri lagst við akkeri og reyndi hafnarstarfsmaður að ná sambandi á VHF rás 14, án árangurs.  Hafnarfjarðarhöfn fékk síðar símtal frá aðila sem var staddur erlendis um að skipið væri strandað og leki kominn að stafnhylki;
 • að samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarhöfn er umferð skipa með djúpristu yfir 7m síðustu þrjú árin (35 mánuði) á þessu svæði, 75 skip eða 2-3 skip á mánuði að meðaltali.

Athugasemdir bárust frá Siglingastofnun Íslands en þær gáfu ekki tilefni til breytinga á skýrslu nefndarinnar.

 
 

 Nefndarálit
 

Orsök strandsins er aðgæsluleysi við stjórnun skipsins.  Nefndin telur, sérstaklega í ljósi þess að skipstjóri hafi vitað um grunnið og öll siglingatæki í lagi, að hér hafi verið um alvarleg mistök við stjórnun skipsins að ræða.

 

Nefndin átelur einnig að skipstjóri tilkynnti ekki yfirvöldum strax um strandið til að hægt hafi verið að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir vegna hugsanlegrar hættu á umhverfisspjöllum.  Bendir nefndin á að skipstjóri hafi því í engu fylgt fyrirmælum í olíumengunarvarnaráætlun IOPP um tilkynningar vegna hættu á mengun frá skipinu.  
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Þar sem djúprist skip, og jafnvel með ókunnuga skipstjórnendur, koma án sérstakrar leiðsagnar inn fyrir grunnið þar sem skipið strandaði telur nefndin ástæðu til að setja fram eftirfarandi tillögur í öryggisátt:

 

 1. Að viðeigandi úttekt verði gerð á sjómerkingum fyrir þetta svæði.  Í þeirri vinnu leggur nefndin til að í sjókort verði settar merktar siglingaleiðir fyrir djúprist skip og sérstaklega verði athugaðir möguleikar á að sett verði bauja á grunnið vestur af Valhúsagrunni.
 2. Að strangt eftirlit verði með því að skipstjórnendur uppfylli ákvæði hafnarreglugerða um tilkynningaskyldu. 
 3. Að sérstök viðurlög verði tekin upp varðandi óeðlilegar tafir á tilkynningum um óhöpp skipa.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 09:06 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis