RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  42845-23.10.06
011/06  45157-06.06.06
088/05  42045-27.03.06
094/05  41498-21.02.06
107/01  57884-01.12.05
065/05  39658-08.11.05
012/05*  44587-31.08.05
043/04  50370-31.08.05
081/04  41016-12.02.05
105/03  46049-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 012/05  - Grímsnes GK 555
  Grímsnes GK 555, eldur í lúkar í höfn   
 Heimsóknir: 44588 Uppfært: 31.08.05 

  Grímsnes GK 555
Skipaskr.nr.: 1849
Smíðaður: Seyðisfirði 1987 stál
Stærð: 16,13 brl; 21,62 bt
Lengd: 14,54 m Breidd: 3,61 m Dýpt: 1,90 m
Vél: Caterpillar 110,00 kW Árgerð: 1987
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Grímsnes©Gunnar H Jónsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 15. janúar 2005 lá Grímsnes GK 555 við bryggju í Njarðvík.  Veður: Hægviðri.

 

Þegar skipverjar mættu til skips til að fara í róður urðu þeir varir við að eldur var laus í framskipi.  Þeir hringdu á slökkvilið sem kom og náði að slökkva eldinn á skömmum tíma.

 

Við skoðun kom í ljós að eldurinn hafði leikið um lúkarinn aftast bakborðsmegin, í lofti hans og leitað upp ganginn í stýrishúsið.  Vegna mikils hita og sóts urðu miklar skemmdir á innréttingum og tækjum í brú

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að eldur virtist hafa verið í kringum eldavélina, sem var súgkynt Sóló eldavél og stóð hún í horni bakborðsmegin við niðurgang í lúkarinn.  Svæðið við vélina var nánast allt stálklætt á trélektum;
  • að “Refleks” olíuskammtari var við eldavélina og er hann búinn þremur tengistútum.  Einn fyrir olíu að honum, annar fyrir olíu út úr honum og inn í brennsluhólfið, þriðji stúturinn er fyrir yfirfall af flotholtsrýminu ef bilun verður í búnaði skammtarans. Framleiðandi ætlast til að yfirfallsstúturinn tengist í leiðslu sem leggja á að olíutank eða soratank, sem verður að standa neðar en olíuskammtarinn.  Í staðinn var tengt stutt rör í stútinn og hefði því olía lekið niður, á stálklæðninguna undir vélinni, ef bilun kæmi upp í skammtaranum;
  • að þegar rannsókn stóð yfir var búið að rífa allt innan úr framskipinu og þar á meðal eldavélina, en að sögn eiganda var eldavélin þverstæð í lúkarnum (þvert á langskurðarflöt skipsins) og snéri loftlúgan yfir til stjórnborða.  Olíuskammtarinn var framan við eldavélina og því í langskurðarfleti skipsins og eldhólfsins en þar var hann festur á stáltein á vinstri hlið hennar.  Þetta fyrirkomulag var skoðað í einu af systurskipi Grímsness GK;
  • að framleiðandi olíuskammtarans ráðleggur að hann sé framan við eldhólfið og í sama langskurðarfleti og skipið. Mörkuð hæð olískammtarans er hæfileg 10 mm ofar en botn olíubollans í eldhólfinu.  Þá ráðleggur framleiðandi góða loftræstingu að eldavélinni og að menn forðist að nota útsogstúður.  Hann bendir á að við góða brennslu á einum lítra af olíu þurfi 10 m3 af lofti;
  • að skipinu var alveg lokað nema það var loftræstirör upp úr stýrishúsþaki en engin loftræsting opin beint niður í lúkar;
  • að skipverjar báru að olíuskammtarinn hafi verið við hlið eldavélarinnar. Ef svo hefur verið þá hefur hann verið í um 20 sm fjarlægð frá olíubollanum.  Það verður til þess að erfiðara er að halda ákveðinni hæð olíunnar í honum ef slagsíða er á skipinu.  Með þessu fyrirkomulagi er það því sýnilegt að staðsetning olíuskammtarans er ekki heppileg en ekki liggja fyrir upplýsingar um það hvort skipið var kjölrétt eða með slagsíðu. Bakborðsslagsíða hækkar yfirborð olíunnar í olíubollanum í réttu hlutfalli hallahorns og fjarlægð olíuskammtarans frá olíubollanum.
 
 

 Nefndarálit
 

Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga er ekki er hægt að segja til um hvers vegna kviknaði í út frá eldavélinni. 

 

Nefndin setur fram þá tilgátu að olía hafi náð að flæða út úr virkri eldavélinni.  Í því sambandi telur hún líklegt að olíuskammtarinn á eldavélinni hafi verið bilaður og/eða að léleg loftræsting að henni hafi haft áhrif á hvernig fór. 

 

Nefndin beinir því til skipverja skipa, með búnað þar sem eldur er notaður, að þeir hugi vel að því að góð loftræsting sé að honum, búnaður þar að lútandi í lagi og rétt upp settur. 
 

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin telur ástæðu til vegna endurtekinna bruna út frá olíueldavélum að Siglingastofnun Íslands hlutist til um úttekt á uppsetningu og frágangi slíkra tækja um borð í skipum.   
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 09:58 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis