RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  43260-23.10.06
011/06  45618-06.06.06
088/05  42442-27.03.06
094/05  41918-21.02.06
107/01  58267-01.12.05
065/05 40042-08.11.05
012/05  44999-31.08.05
043/04  50624-31.08.05
081/04  41313-12.02.05
105/03  46491-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 065/05  - Hrund BA 87
  Hrund BA 87, eldur um borð. Mannbjörg.   
 Heimsóknir: 40043 Uppfært: 08.11.05 

  Hrund BA 87
Skipaskr.nr.: 7403
Smíðaður: Hafnarfirði 1995 plast
Stærð: 7,48 brl; 5,94 bt
Lengd: 9,02 m Breidd: 2,69 m Dýpt: 1,75 m
Vél: Perkins 123,00 kW Árgerð: 1995
Annað: 
Fjöldi skipverja: 1 

Hrund©Gunnar Óli Björnsson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 16. maí 2005 var Hrund BA 87 á línuveiðum á Patreksfjarðarflóa.  Veður:  NV 3-5 m/s, sjólítið og bjart.

 

Hrund BA var siglt úr höfn á Patreksfirði um miðnætti og kom á miðin um 25 sjómílur NV af Blakknesi um kl. 03:00, með 12 línubala.  Skipverjinn hafði sett sjálfstýringuna á og sigldi með um fjögurra hnúta hraða við línulögnina.  Þegar hann var að byrja að leggja úr sjötta línubalanum tók hann eftir að dökkleytan reyk lagði út úr stýrishúsinu.  Hann reyndi þá að stöðva bátinn með því að nota stjórntæki rétt fyrir aftan húsið en þau virkuðu ekki. 

 

Vegna elds og reyks lagði skipverjinn ekki í að reyna að ná í slökkvitæki sem var niðri í vistarveru framarlega í stýrishúsinu.  Hann opnaði þá vélarlúguna, en við það féll hann aftur fyrir sig, rak höfuðið í þvottakarið og vankaðist.  Honum tókst að drepa á aðalvélinni, losa gúmmíbjörgunarbátinn ofan á stýrishúsinu og koma honum í sjóinn og blása hann upp. 

 

Skipverjinn yfirgaf Hrund BA og stökk í gúmmíbjörgunarbátinn.  Í stökkinu lenti hann í opi bátsins með bringuna á flothring hans og hálfur útbyrðis.  Við höggið missti hann andann um stund.  Hann hafði ekki náð að láta vita af sér en setti neyðarsendi í gang um borð í gúmmíbjörgunarbátnum auk þess að skjóta upp neyðarblysi.

 

Björgunarferli:

 

Kl. 04:47       Tilkynnti Seifur BA 17 til Vaktstöð siglinga að hann sjái mikinn reyk á Patreksfjarðarflóa.

Kl. 04:55       Tilkynnti Ljúfur BA 302 til LHG að Hrund BA væri alelda á stað, 65°56´N og 25°10´V

Kl. 05:00       Ljúfur BA hafði samband við LHG og er þá næstur Hrund BA eða um 3-4 sjómílur frá honum og stefni til hans.  Hrund BA dettur út úr STK.

Kl. 05:09       Tilkynnir Ljúfur BA að hann sjái rauðan neyðarflugeld frá staðnum.

Kl. 05:16       Ljúfur BA er búinn að bjarga skipbrotsmanninum, sem var nokkuð þrekaður en ekki í neinni hættu.  Hrund BA alelda.  Áætlaður siglingatími til Patreksfjarðar er ein klst. og 45 mínútur.

Kl. 07:17       Ljúfur BA kemur til hafnar á Patreksfirði.

Kl. 12:00       Tilkynntu bátar á Patreksfjarðarflóa að sprenging hefði orðið á þeim slóðum þar sem Hrund BA hefði verið.  Siglt var á staðinn og var Hrund BA þá sokkin.  Olíubrák sást og tveir lóðabelgir merktir bátnum. 

 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að í stýrishúsinu var reykskynjari og ekki vitað betur en hann væri í lagi.  Skipverjinn heyrði ekki í honum þó að hurðin væri á krók;
  • að um borð var SOLO elda- og hitunarvél sem var í gangi.  Hún var staðsett niðri í vistaveru, bakborðsmegin. Skipverjinn taldi sennilega skýringu á eldsupptökum vera frá henni.  Hún hefði samt verið skoðuð í búnaðarskoðun í febrúar og var þá í fullkomnu lagi og ekki orðið vart við neinar bilanir í henni;
  • að olíugeymir fyrir eldavélina og aðalvélina var fram í, undir þilfari í vistarveru;
  • að sögn skipverjans var rafmagnskerfi bátsins í góðu lagi;
  • að eitt slökkvitæki var um borð og var það staðsett fram í vistarveru sem var fremst í í stefni.  Lítilsháttar hæðarmunur var á þilfari hennar og stýrishússins;
  • að spúlslanga virkaði ekki eftir að drepið hafði verið á vélinni;
  • að ekki er til nákvæm staðsetning flaks Hrundar BA.
 
 

 Nefndarálit
  Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum hefur nefndin ekki forsendur til að segja til um hvers vegna eldur varð laus.   

 Tillögur í öryggisátt
  Vegna tíðra bruna í smábátum leggur nefndin til að Siglingastofnun Íslands kanni möguleika á föstum slökkvibúnaði í vistarverum þeirra.    
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [44.211.239.1] þriðjudagur 07. febrúar 2023 13:39 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis