RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
077/06  42845-23.10.06
011/06  45157-06.06.06
088/05  42045-27.03.06
094/05 41498-21.02.06
107/01  57884-01.12.05
065/05  39658-08.11.05
012/05  44588-31.08.05
043/04  50370-31.08.05
081/04  41016-12.02.05
105/03  46049-22.12.04
 5 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 094/05  - Gugga SH 80
  Gugga SH 80, strandar eftir að stjórnandi sofnar   
 Heimsóknir: 41499 Uppfært: 21.02.06 

  Gugga SH 80
Skipaskr.nr.: 6412
Smíðaður: Hafnarfirði 1982 Plast
Stærð: 5,34 brl; 4,33 bt
Lengd: 7,59 m Breidd: 2,49 m Dýpt: 1,51 m
Vél: Volvo Penta 108,90 kW Árgerð: 1995
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

Gugga á strandstað©Lögreglan 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 27. júlí 2005 var Gugga SH 80 á siglingu til hafnar í Grundarfirði.  Veður: Logn og sjólaust. 

 

Skipverjar höfðu verið á handfæraveiðum norðan meginn í Bjarnareyjarál.  Eftir rúmlega sólarhrings útiveru eða um kl. 08:00 var lagt af stað til hafnar í Grundarfirði og var skipstjóri á siglingavaktinni til 08:30.  Tók þá hinn skipverjinn við stjórn og skipstjóri gaf honum upp stefnuna en skipstjóri fór og lagði sig.

 

Þegar báturinn var kominn fyrir Krossnes sofnaði stjórnandi hans og vaknaði við að báturinn strandaði rétt fyrir kl. 10:00.  Hann var þá staddur í malarfjöru rétt fyrir sunnan Setberg, austan meginn í firðinum. 

 

Skipstjórinn vaknaði við strandið og lét vita um það.  Mundi SH kom á staðinn kl. 11:15 og dró hann Guggu SH á flot og til hafnar á Grundafirði um kl. 12:00.

 

Gugga SH var tekin strax á land og kom þá í ljós að hún var talsvert skemmd.  Ákomur voru á botni stjórnborðsmegin, gafl á skut hafði gliðnað, botnstykki gengið inn í bátinn og leki þar.  Skrúfan var ónýt, laskað hældrif og flapsi stjórnborðsmeginn dottinn af.  Einnig voru skemmdir í lest en rör sem hélt þilfarinu uppi losnaði.

 

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að báturinn var á 10-11 hnúta ferð þegar hann strandaði;
  • að um borð voru 8-900 kg af fiski;
  • að þeir voru búnir að fara tvo róðra.  Róðrarnir tóku um 1-1,5 sólarhring;
  • að um borð voru þrjár rúllur og einn maður gat sinnt þeim.  Skipverjar skiptust á vöktum, 3-4 klst. í senn, +/- 1 klst.  Skipverjinn sem sofnaði hafði sofið frá kl. 04:00-08:00;
  • að skipverjinn sem var við stjórn var réttindalaus.  Hann hafði ekki mikla reynslu á sjó en hafði einu sinni verið á grásleppuveiðum auk tímabundinna starfa á sjó s.l. vetur; 
  • að siglingaleiðin var vel merkt inn í siglingatölvu sem skipverjinn kunni að fara eftir.  Aðvörunarkerfi var í tölvunni en það ekki notað;
  • að fram kom hjá skipstjóra að megin tilgangur þess að þeir væru tveir um borð, væri að fyrirbyggja langar vökur.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök þess að báturinn strandaði var að stjórnandi hans sofnaði við stjórn.   

 Tillögur í öryggisátt
 

Í ljósi tíðra óhappa sem hafa orðið þegar einn maður hefur verið á siglingavakt og sofnað telur nefndin ástæðu til að gera eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

 

  • Að Siglingastofnun Íslands skoði kosti þess að viðurkenndur vökubúnaður “Vökustaur” verði skyldaður um borð í öll sjóför þar sem einn maður standi siglingavakt enda sé ekki annar viðvörunarbúnaður til staðar.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 09:59 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis