RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
084/00  65690-23.09.04
072/00 58276-23.09.04
034/00  63773-23.09.04
090/00  62900-23.09.04
103/00  55973-23.09.04
102/00  55031-23.09.04
056/00  51326-23.09.04
028/00  53433-23.09.04
036/01  54627-23.09.04
035/01  44689-23.09.04
 8 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 072/00  - M.b. Faxi RE-9
  Faxi RE-9, skipverji slasast er hann lendir með hönd í trissu við að taka snurpihring af hanafót   
 Heimsóknir: 58277 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Faxi RE-9
Skipaskr.nr.: 1742
Smíðaður: í Póllandi 1987 úr stáli
Stærð: 714,36 brl; 1.041,00 bt
Lengd: 57,08 m Breidd: 11,00 m Dýpt: 8,00 m
Vél: Wichmann 1.800,00 kW Árgerð: 1986
Annað: 
Fjöldi skipverja: 15 

Faxi ©Guðmundur St. Valdimarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 8. júní 2000 var m.b. Faxi RE-9 að síldveiðum við Jan Mayen. Veður: V- 4 vindstig.

Skipverjar voru að draga inn nótina og einn skipverja var við að taka snurpihringi af hanafótum og setja þá á þar til gert færsluband (hringtóg), sem drifið var af litlu vökvadrifnu spili, og flutti hringina aftur að nótakassa. Annar skipverji tók á móti hringjunum og setti þá á hanafæturna aftur og var hann aftur í nótakassa. Er skipverjinn sem tók hringana af færslubandinu hugðist taka einn hringinn af og setja á hanafót var hann við það að missa jafnvægið. Hann leitaði eftir stuðningi eða handfestu og þá vildi ekki betur til en að hann slævði með hendi í ferliðu (trissu) sem er aftast á ferli færslutógs fyrir hringana svo tók af fingri. Hlúð var að skipverjanum um borð og skipinu siglt til Norðfjarðar þar sem björgunarbátur kom á móti þeim og tók við þeim slasaða og flutti í land til frekari aðhlynningar.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að skipverjinn sem tók á móti snurpihringjunum stóð á palli sem var í u.þ.b. 50 cm hæð frá þilfari. Hann þurfti að halda jafnvægi á pallinum og fylgja veltuhreyfingum skipsins;
  • að slasaði sagði að eftir slysið hafi verið sett hlíf fyrir trissuna til að koma í veg fyrir sambærilegt atvik;
  • að einn skipverja sagðist hafa lent í svipuðu atviki nokkru áður en honum hafi tekist að kippa að sér hendinni án þess að meiðast;
  • að sögn skipverja höfðu tvö svipuð atvik orðið áður án alvarlegra áverka. Eftir þetta atvik var sett hlíf yfir færsluhjólið til að hindra að menn lendi með hendi þar í.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að vinnuaðstaða hafi verið slæm þar sem standa þurfti á palli ofar þilfari án viðunandi búnaðar til stuðnings í veltum skipsins.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Að um borð í skipinu sé hugað að vinnuaðstöðu áhafnar og að yfirmenn jafnt sem aðrir undirmenn skipsins bíði ekki eftir slysum á þeim stöðum, sem "næstum því slys" hafa orðið á áður en gripið er til aðgerða líkt og í þessu tilfelli.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 11:17 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis