RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
084/00*  65689-23.09.04
072/00  58276-23.09.04
034/00  63773-23.09.04
090/00  62899-23.09.04
103/00  55971-23.09.04
102/00  55031-23.09.04
056/00  51325-23.09.04
028/00  53432-23.09.04
036/01  54627-23.09.04
035/01  44688-23.09.04
 8 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 084/00  - M.b. Harpa VE-25
  Harpa VE-25, skipverji slasast þegar vír (grandari) slæst í andlit hans   
 Heimsóknir: 65690 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Harpa VE-25
Skipaskr.nr.: 1413
Smíðaður: í Noregi 1975 úr stáli
Stærð: 445,17 brl; 636,00 bt
Lengd: 53,67 m Breidd: 8,20 m Dýpt: 6,45 m
Vél: MAK 1.500,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 13 

Harpa ©Hafþór Hreiðarsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 24. maí 2000 var skipið statt í Vestmannaeyjahöfn eftir að hafa verið að loðnuveiðum. Veður: NA. 5-8 m/sek á Stórhöfða.

Skipverjar voru að undirbúa breytingar á veiðarfærum (skipta um veiðarfæri) og var unnið við að taka grandara af flottrollstromlu. Höfðu grandarar verið festir öðru megin á tromlunni en unnið við að taka niður af hinum megin. Voru vírarnir dregnir niður og hringaðir á þilfarið. Var annar grandarinn samsettur og þegar komið var að samsetningunni tóku skipverjar lásinn í sundur og losuðu legginn frá. Grandarar voru törnaðir á spiltromlunni svo að erfiðlega gekk að ná þeim af. Var ein törnin á tromlunni við enda vírsins og voru skipverjar að kippa í endann til þess að reyna að draga vírinn undan þeirri bugt sem lá yfir vírinn og hélt honum föstum. Við átakið losnaði um vírinn á tromlunni og endinn slóst til og lenti í andliti skipverjans svo að hann slasaðist.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að slasaði hafði aðeins verið skamman tíma á skipinu en hafði verið til sjós innan við 1 ár;
  • að hinn slasaði var óvanur og hafði aldrei áður unnið við flot- eða botnvörpu.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að ekki hafi verið sýnd fyllsta aðgát við að losa um tarnir á vírnum á spiltromlunni. Við það að vírinn losnaði skyndilega hafi átakskrafturinn sem beitt var nægt til að sveifla kom á enda vírsins.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Verkstjórar á skipinu þurfa ávallt að huga að öryggi þeirra skipverja, sem þeir stjórna. Þetta er ekki síður mikilvægt þegar óvanir menn eru látnir vinna störf, sem þeir þekkja lítið sem ekkert til.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 10:42 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis