RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
084/00  65688-23.09.04
072/00  58274-23.09.04
034/00  63772-23.09.04
090/00  62899-23.09.04
103/00  55969-23.09.04
102/00 55028-23.09.04
056/00  51325-23.09.04
028/00  53430-23.09.04
036/01  54626-23.09.04
035/01  44688-23.09.04
 8 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 102/00  - M.b. Benjamín Guðmundsson SH-208
  Benjamín Guðmundsson SH-208, skipverji slasast við löndun   
 Heimsóknir: 55029 Uppfært: 23.09.04 

  M.b. Benjamín Guðmundsson SH-208
Skipaskr.nr.: 1318
Smíðaður: Hafnarfirði 1973 úr stáli
Stærð: 58,52 brl; 52,00 bt
Lengd: 21,78 m Breidd: 4,80 m Dýpt: 2,55 m
Vél: Caterpillar 300,00 kW Árgerð: 1988
Annað: 
Fjöldi skipverja: 3 

Benjamín Guðmundsson ©Alfons Finnsson 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 13. nóvember 2000 var m.b. Benjamín Guðmundsson SH-208 við bryggju í Ólafsvík. Veður: SV - gola.

Skipverjar voru að taka um borð ís og færa til tóm kör. Var eitt kar með ís komið niður í lestina og tekið til við að færa tvö tóm kör sem voru í lestinni. Var búið að húkka í körin og byrjað að hífa þegar sá sem í lestinni var kallaði og bað um að slakað yrði. Í stað þess að slaka voru körin hífð upp í lúkukarm og þar stöðvað. Skullu körin á skipverjanum í lestinni þegar þeim var lyft svo að hann slasaðist talsvert.

Skipverjar kölluðu ekki á aðstoð heldur fóru sjálfir í að lyfta hinum slasaða upp úr lestinni í fiskkari, komu honum í bifreið og fluttu hann á Heilsugæslustöð Ólafsvíkur til aðhlynningar. Hinn slasaði var síðan fluttur með þyrlu til Reykjavíkur.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
  • að körin, tvö, voru ekki alveg undir lúkuopi þegar hífa átti og þurfti að halla þeim lítilsháttar í átt að lúkuopi þegar híft var. Skipverjinn var að halla körunum þegar slysið varð;
  • að hífing á körunum hafði verið stöðvuð þegar körin voru að komast í lúkuop og átti að slaka að beiðni skipverjans sem var í lestinni en vegna mistaka var híft;
  • að staðsetning stjórntækja fyrir vinduna er með þeim hætti að ekki sést frá þeim niður í lestina nema að litlu leyti;
  • að oftast var boðum komið á milli þeirra, sem í lestinni voru og stjórnanda vindu, með hrópum en ekki bendingum;
  • að sá sem stjórnaði hífingunni sagði að kallað hafði verið að slaka en hann hefði híft óvart, þar sem hann var að teyja sig fram til að sjá niður í lestina. Hreyfði hann stjórnstöngina í ranga átt;
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að orsök þessa slyss megi rekja til óvarkárni við hífingu þar sem stjórnandi vindu hefur ekki yfirsýn yfir það svæði sem verið er að hífa og enginn maður til að segja stjórnandanum til.

 
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin bendir á mikilvægi þess að ávallt sé unnið af ítrasta öryggi við hífingarvinnu og að í stað kalla og hrópa notist skipverjar við sýnilegar merkjabendingar eða talstöðvafjarskipti ef spilmaður hefur ekki fulla sýn yfir hífingasvæði.

 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 09:32 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis