RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
070/20  104216-19.05.21
059/19  58400-09.06.20
141/18  49797-09.06.20
132/18  42274-15.01.20
075/16  40907-15.01.20
062/19  31460-13.11.19
108/18  35580-11.04.19
127/17  29171-04.05.18
009/17  29408-13.10.17
038/16  29526-30.08.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 010/01  - Þorsteinn GK 16
  Þorsteinn GK 16, skipverji slasast við netaveiðar   
 Heimsóknir: 60713 Uppfært: 23.09.04 

  Þorsteinn GK 16
Skipaskr.nr.: 1159
Smíðaður: Ísafirði 1971 Stál
Stærð: 138,00 brl; 209,00 bt
Lengd: 30,95 m Breidd: 6,70 m Dýpt: 5,65 m
Vél: Caterpillar 526,00 kW Árgerð: 1987
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Þorsteinn©NN 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 30. janúar 2001 var Þorsteinn GK 16 á netaveiðum á Hryggnum sem er um 17 sml. suðaustur af Hópsnesi. Veður : SSA 2-3 m/sek.  (skv. veðurstöð í Grindavík)

 

Þegar verið var að draga fimmtu trossuna um kl 17:00 var skipverji á rúllunni að taka snúning af netinu með því að snúa upp á teinana á milli spilsins og hennar.  Hann var með hendur á teinunum og netið ýfðist um þær á meðan teinarnir þokuðust í átt að  spilskífunni.  Allt í einu gaf spilið eftir og slakaði netinu út.  Skipverjinn hafði ekki ráðrúm, vegna stöðu sinnar, að taka höndina til sín því hún þvældist í netinu og tveir fingur lentu undir teinunum á rúllunni.  Spilið stöðvaði slökun þegar álagið minnkaði og hífði að nýju.  Við það losnuðu fingurnir undan teinunum en voru skaddaðir. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að skipið var búið hefðbundnum búnaði til netaveiða, með netarúllu á borðstokk og lágþrýstispili um tvo metra inná þilfari;
 • að spilið er gamalt og slitið en skilar samt fullum þrýstingi sem er 22 kg/sm2;
 • að ekki voru átaksstillingar á spilinu;
 • að spilið sem er lágþrýstispil átti það til að gefa eftir við mikið álag;
 • að spilið er með einfalda dráttarskífu;
 • að fyrir aftan spilið var vökvadrifinn afdráttarkarl með tvöföldum gúmmívölsum;
 • að stjórnun spilsins er í magnloka, sem kemur upp úr þilfarinu, við hlið mannsins sem dregur af dráttarkarlinum; 
 • að lokinn er með skafti og á endanum hjól, sem snúið er til annarrar hliðar til að hífa og hinnar til að slaka, en þar á milli er spilið stöðvað; 
 • að inn að spilskífunni er sveif til neyðarstöðvunar á spilinu;
 • að sá slasaði vissi af þeim eiginleikum spilsins að það gæti gefið eftir við mikinn þunga;
 • að spilið stendur ekki nægjanlega langt inn í skipinu þ.a.s. nær miðju skipsins, til að dráttarskífa þess nýtist sem skyldi svo að grip hennar sé nægjanlega traust;
 • að vegna þrengsla milli spils og rúllu gefst ekki nægjanlegt svigrúm til að teinaklára á þessu svæði;
 • að menn sem unnið hafa við háþrýstispil gera sér oft ekki grein fyrir  eiginleikum lágþrýstispila og kemur það þeim oft á óvart þegar þau gefa eftir á öldunni.
 
 

 Nefndarálit
 

Nefndin telur að sérstaka aðgæslu þurfi þegar unnið er við eldri gerðir lágþrýstispila sem eiga það til að snúast öfugt við álag.

 

Nefndin telur að þar sem hinn slasaði var vanur vinnu við lágþrýstispil og var kunnugt um veikleika þess hefði hann átt að hafa betri vara á sér.  
 

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin álítur að varasamt sé að vera með slitinn búnað í skipum, sérstaklega þegar eiginleikar tækjanna leiða til ástands, sem getur valdið vandræðum.

 

Nefndin hvetur skipstjórnamenn, að festa upp á áberandi stað viðvörun um að spilið geti gefið eftir eða slakað óvænt við vissar aðstæður. Einnig hvetur nefndin skipstjórnamenn til að setja ekki til þessara starfa óvana menn nema að benda þeim sérstaklega á eiginleika þessara tegund spila. 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [18.207.157.152] mánudagur 08. ágúst 2022 14:49 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis