RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
126/03  83686-23.09.04
037/01  85518-23.09.04
010/04  82719-23.09.04
051/04  133321-23.09.04
 12 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 036/01  - Anton GK 68
  Anton Gk 68, leki út af Krísuvíkurbjargi   
 Heimsóknir: 54628 Uppfært: 23.09.04 

  Anton GK 68
Skipaskr.nr.: 1764
Smíðaður: Hafnarfirði 1987 Plast
Stærð: 11,60 brl; 18,50 bt
Lengd: 12,90 m Breidd: 3,72 m Dýpt: 1,80 m
Vél: Mitsubitshi 147,00 kW Árgerð: 1987
Annað: 
Fjöldi skipverja: 4 

 
 

 Atvikalýsing
 

Kl. 20:51 þann 21. apríl 2001 var tilkynnt um leka um borð í m.b. Antoni GK 68 þar sem báturinn var á siglingu út af Krísuvíkurbjargi.  Veður: NA-4m/sek. og 2m ölduhæð (undiralda).

 

Anton GK var á leið til Grindavíkur með mikinn afla og vel siginn.  Eftir eina klukkustund og tuttugu mínútna siglingu frá því að síðasta trossa hafði verið dregin, fannst skipstjóranum báturinn hafa sigið umtalsvert og taldi að leki væri kominn að bátnum.  Óskaði hann eftir í gegnum Reykjavíkurradíó, að björgunarbátur frá Grindavík kæmi á móts við sig.  Björgunarsveitarmenn komu með dælu um borð í Anton GK og komst hann af eigin rammleik til hafnar í Grindavík. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • sögn skipstjórans telur hann að sjór hafi náð að flæða inn á dekkið og niður um mannop (boxalok), aftast á dekkinu, sem er niður í flotrými aftan við lest bátsins;
 • að tenging var á milli lestarinnar og flotrýmisins með ½” slöngu;
 • að ekki var hægt að lensa úr rýminu;
 • að mikill sjór var kominn í flotrýmið og við dælingu frá björgunaraðilum lyftist báturinn  um 2 fet;
 • að mannopið er slétt við þilfarið, fellt niður í karm og með niðurfellt handfang;
 • að þéttihringur fyrir mannopið sat ekki rétt;
 • að ekki er ljóst hvenær síðast var farið niður í flotrýmið en það var sjaldan opnað; 
 • að eftir að þéttihringur var lagaður og þrýstiprófaður, reyndist ekki leka í rýmið;
 • að sögn skipstjóra var afli talinn vera á milli 11 og 12 tonn.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur að ekki hafi verið gengið á fullnægjandi hátt frá mannopi niður í flotrýmið.  Nefndin telur að lensibúnaður eigi að vera við þetta rými.    

 Tillögur í öryggisátt
 
 1. Nefndin bendir skipstjórnarmönnum á að hafa það fyrir góða reglu að athuga reglulega allar hurðir og/eða op sem geta að einhverju leyti orðið fyrir ágangi sjávar og þar með ógnað öryggi skips.  Þetta á ekki síst við um rými sem lítið er gengið um.
 2. Nefndin bendir á mikilvægi þess að í þurrýmum sé bæði lensi- og eftirlitsbúnaður.
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 11:30 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis