RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
070/20  120182-19.05.21
059/19  61430-09.06.20
141/18  52411-09.06.20
132/18  45256-15.01.20
075/16  43282-15.01.20
062/19  33829-13.11.19
108/18  37435-11.04.19
127/17  31139-04.05.18
009/17  31145-13.10.17
038/16  31151-30.08.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 051/01  - Fjarki ÍS 444
  Fjarki ÍS-444, sekkur í róðri út af Kópnum   
 Heimsóknir: 48955 Uppfært: 23.09.04 

  Fjarki ÍS 444
Skipaskr.nr.: 6797
Smíðaður: Hafnarfirði 1986 Plast
Stærð: 6,23 brl; 5,73 bt
Lengd: 9,01 m Breidd: 2,53 m Dýpt: 1,53 m
Vél: Cummins 187,00 kW Árgerð: 
Annað: 
Fjöldi skipverja: 2 

 
 

 Atvikalýsing
 

Hinn 8. júní 2001 um kl. 09:30 fór m.b. Fjarki ÍS-444 frá Bolungarvík í róður með færi, fimm rúllur. Veður: Hægviðri.

 

Siglt var á fiskimið vestur af Kópnum. Var fyrst reynt grunnt út af Kópnum en síðan kippt utar eða út á 8 mílur.  Þegar fór að tregast þar var enn kippt og nú nær landi.  Voru komin um 2500 kg af fiski í bátinn skömmu eftir miðnætti og lestin þá orðin full og komið í þrjú kör (380 lítra) á þilfari.

 

Á þilfarinu rétt aftan við lestarplittana voru tvö kör með fiski og á milli þeirra fiskþvottakar þvert yfir bátinn síðu í síðu.  Aftast stjórnborðsmegin í horninu var kar, hálffullt af ís.  Fyrir aftan gaflinn á bátnum, á kössum, voru þrjú tóm kör.  Skipstjórinn hafði tekið eitt karið og sett það við hliðina á ískarinu og flutt fisk úr þvottakarinu í það.  Hvorki ískarið né karið með fiskinum við hliðina voru bundin eða fest á neinn hátt.

 

Eftir að skipstjórinn hafði flutt fiskinn úr þvottakarinu yfir í karið aftar þurfti hann að sinna færarúllu aftast.  Smá veltingur var á bátnum og meðan hann sinnti færarúllunni valt báturinn yfir til bakborða.  Við það skriðu fiskkarið og ískarið yfir til bakborða.  Skipstjórinn gat rétt vikið sér undan körunum en báturinn hallaði það mikið að sjór flæddi yfir borðstokkinn aftast.

 

Skipverjar reyndu að færa körin yfir til stjórnborða aftur án árangurs og tóku til við að henda út fiski.  Skipstjórinn fór fram í stýrishús og ræsti vélina og gerði tilraun til að keyra bátinn upp en vélin kæfði á sér skömmu síðar.  Þegar skipstjóri sá að ekki tækist að bjarga bátnum ýtti hann á neyðarhnapp sjálfvirku tilkynningarskyldunnar.  Hásetinn náði í neyðarflugelda og blys í skúffu í stýrishúsi og skutu þeir upp einum neyðarflugeld og kveiktu á handblysi.  Sjósettu þeir síðan gúmmíbjörgunarbát og fóru í hann.  Annar skipverjanna lenti í sjónum við að komast í gúmmíbjörgunarbátinn en skipbrotsmönnum var bjargað skömmu síðar um borð í m.b. Fríðu ÍS-707. 

 

M.b. Snæbjörg BA-11 kom á vettvang skömmu síðar og gerði tilraun til að draga m.b. Fjarka ÍS-444 en hann flaut í sjóskorpunni.  Skömmu eftir að tekið var til við að draga m.b. Fjarka ÍS-444 áleiðis til lands sökk báturinn.

 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að á gafli bátsins voru tvo göt með kúlulokum og voru lokarnir alltaf hafðir opnir á siglingu;
 • að sjálfvirka tilkynningakerfið virkaði ekki þegar á reyndi.  Engin boð bárust Tilkynningaskyldunni um hættu eftir að skipstjóri ýtti á neyðarhnapp;
 • að aðspurður sagði skipstjórinn að sjálfvirka tilkynningakerfið hafi alltaf verið í gangi á meðan báturinn var í höfn utan stuttan tíma sem viðgerð fór fram á rafmagnskerfi hans. Hann hafi ekki tekið það sérstaklega úr sambandi í höfn;
 • að skipstjóri sagðist hafa komið með rúm 4 tonn af fiski úr róðrinum á undan en þetta var annar róður hans á þessum báti;
 • að hálfum mánuði áður var landað úr bátnum 4.120 kg af fiski samkv. upplýsingum frá hafnarvigt Bolungarvíkur;
 • að í lest bátsins var talið að væru um 1400 kg af fiski.  Því hafa verið um eða yfir 1100 kg á þilfari;
 • að olíubirgðir við brottför úr höfn voru 440 lítrar eða fullur geymir;
 • að talið er að um 250 lítrar af olíu hafi verið í bátnum þegar hann sökk. Eldsneytisgeymir var einn og lá þvert yfr bátinn undir stýrishúsi, rúmtak 440 lítrar. Í geyminum voru fjögur sláttuskilrúm en gat runnið hindrunarlaust  frá síðu í síðu.
 • að í bátnum voru sex 24 Volta rafgeymar allir jafn stórir. Voru 2 fyrir neyslu, 2 fyrir ræsingu og 2 fyrir færarúllur. Rafgeymar fyrir færarúllur voru nýir 230-240 ampera;
 • að nokkrar breytingar höfðu verið gerðar á bátnum, s.s. lengdur um 1,7 metra, kassar settir á skut bátsins og stokkar á síður hans. Auk þess hafði verið skipt um vél í bátnum;
 • að sögn skipstjóra voru engin hleðslumerki á bátnum.
 • að ekki er fyrir hendi hjá Siglingastofnun Íslands gögn um hver sé leyfileg hleðsla bátsins eftir breytingarnar sem gerðar hafa verið á honum;
 • að upplýst var að veiðiheimildir miðast við rúmtak báta. Vegna mælingarreglna mælast opnir bátar nokkrum rúmmetrum stærri en sambærilegur bátur mældur sem þilfarsbátur. Opinn bátur fær meiri rétt til veiða heldur en þilfarsbátur af sömu lengd og breidd.
 
 

 Nefndarálit
  Nefndin telur að orsök bátstapans sé ofhleðsla ásamt því að kör voru ekki sjóbúin á þilfari bátsins.  Nefndin ítrekar ábendingar um mikilvægi þess að farmur sé vel sjóbúinn.     

 Tillögur í öryggisátt
  Nefndin leggur til að breytingar verði gerðar á reglum um smábáta þannig að Siglingastofnun Íslands verði gert skylt að gefa út skriflegar upplýsingar um leyfilega hleðslu hvers einstaks opins báts sem fellur undir ákvæði reglna um smíði og búnað skipa undir 15 m að lengd.  Slíkum upplýsingum verði komið fyrir á áberandi stað í viðkomandi bát.    
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [3.238.118.80] sunnudagur 04. desember 2022 09:09 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis