RNS.IS    
English translation of regulationsEnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
Skýrslur (114)
070/20  125585-19.05.21
059/19  62347-09.06.20
141/18  53208-09.06.20
132/18  46235-15.01.20
075/16  44099-15.01.20
062/19  34623-13.11.19
108/18  38039-11.04.19
127/17  31784-04.05.18
009/17  31697-13.10.17
038/16  31703-30.08.17
 1 af 12   
Til bakaTil bakaPrentvæn útgáfa 051/03  - Björg Jónsdóttir ÞH 321
  Björg Jónsdóttir ÞH 321, eldur í dælurými   
 Heimsóknir: 58053 Uppfært: 23.09.04 

  Björg Jónsdóttir ÞH 321
Skipaskr.nr.: 1508
Smíðaður: Akureyri 1978 Stál
Stærð: 643,00 brl; 957,00 bt
Lengd: 63,85 m Breidd: 9,50 m Dýpt: 6,67 m
Vél: Alpha Diesel 1.280,00 kW Árgerð: 1983
Annað: 
Fjöldi skipverja:  

Björg Jónsdóttir©Pétur H Pétursson 
 

 Atvikalýsing
 

Þann 3. júní 2003 var Björg Jónsdóttir ÞH 321 á siglingu um 75 sml ANA af Dalatanga á leið í síldarsmuguna. 

 

Kl. 07:45 fór brunavarnarkerfi skipsins í gang.  Vakthafandi vélstjóri var staddur í borðsal en stýrimaður og vaktmaður í brú.  Vélstjóri fór þegar upp í brú og athugaði hvaðan aðvörunin kæmi.  Reyndist hún koma frá vélarrúmi og fór hann þegar í stað þangað.  Þegar hann kom í vélarrúm sá hann ekkert athugavert í fyrstu en þegar hann fór að litast um fann hann væga brunalykt sem kom frá dælurými undir skorsteinshúsi.  Hann fór að skoða það betur og opnaði dælurýmið og gaus þá upp eldur í rýminu á þeim stað sem pústurrörin lágu upp.  Hann sprautaði úr einu slökkvitæki á eldinn og fór síðan upp í brú til stýrimanns sem gerði brunaútkall á áhöfnina. 

 

Skipverjar tengdu brunaslöngur aftur á skipinu og fóru síðan niður í dælurýmið og skiptust á að fara inn og sprauta á eldinn.  Þegar þeir höfðust ekki við lengur vegna hita var byrjað að sprauta inn í skorsteinshúsið utan frá og tókst þannig að ráða niðurlögum eldsins á um 20 mínútum. 

 

Sjór safnaðist í vélarúmið vegna slökkvistarfana og var farið með reykköfunartæki niður til að lensa og ganga úr skugga um að ekki væri laus eldur annarsstaðar í skipinu.

 

Kl. 07:50 hafði skipstjóri samband við Örn KE l3 sem var nærstaddur og tilkynnti þeim um atburðinn sem tók þegar stefnu til Bjargar Jónsdóttur ÞH og tilkynnt var einnig um atburðinn til Nes-radío.  Kl. 08:l5 lét skipstjóri Bjargar Jónsdóttir ÞH, Örn KE og Nes-radíó vita að búið væri að slökkva eldinn og hætta liðin hjá.

 

Kl. 11:00 var byrjað að keyra á hálfri ferð áleiðis á síldarmiðin en þá kom aftur upp smávægilegur eldur í einangrun á pústgrein.  Greiðlega gekk að slökkva hann.  Þá var skipið stöðvað til kl. l4:00 og var þá tekin ákvörðun um að halda áfram á síldarmiðin.  Þegar líða tók á daginn jókst lykt og mengun frá pústurrörinu og um kl. l8:00 var ákveðið að halda til hafnar á Norðfirði og var komið þangað kl. 10:00 daginn eftir.  Hafist var strax handa við að fjarlægja einangrun af pústurröri frá aðalvél og þá kom í ljós að nokkuð spilolíumagn var í einangruninni við pústgreinarnar. 

 

Allmiklar reyk og sótskemmdir urðu í dælurýminu þar sem m.a. voru dælustöðvar fyrir kapalspil, færibönd á millidekki og fiskilúgu og skutrennuloka, ræsibúnaður fyrir nótaniðurleggjara og þvottavél fyrir vélstjóra.  Einnig urðu nokkrar reyk- og sótskemmdir bakborðsmeginn aftan við dælurýmið þar sem var varahlutageymsla fyrir vél.  Á vinnsludekki fyrir framan dælurýmið urðu einnig nokkrar reyk- og sótskemmdir.  Í skorsteinshúsi var geymdur höfuðlínusónar sem senda þurfti til skoðunar.  Í öllum þessum rýmum urðu einhverjar rafmagnsskemmdir.

 

Landhelgisgæsla Íslands var látin vita hvað um var að vera og björgunarskipið Hafbjörg á Neskaupsstað var sett í viðbragðsstöðu.  Öll aðstoð var afturkölluð um kl. 08:40. 
 

 Við rannsókn kom fram
 
 • að skipið hafði látið úr höfn frá Seyðisfirði deginum áður og fyrir brottför var tekin flotaolía, smurolía og spilolía til ferðarinnar;
 • að forðatankur fyrir spilkerfið var staðsettur í vélarrúmi og hafði verið fylltur.  Öndunarrör var frá þessum forðatank upp úr vélarrúminu og lá upp í gegnum dælurými bakborðsmeginn á næstu hæð ofan við vélarrúm.  Um þetta dælurými lágu púströr frá aðalvél upp í skorstein og á enda öndunarrörsins var loki en öndunarrörið endar um l m aftan við aftasta púströrið í skorsteinshúsinu;
 • að 5-8 sm há brík er í gólfinu kringum púströrin sem varnar að vökvi, sem færi á gólfið renni á milli hæða.  Ekki var niðurfall í gólfinu;
 • að þegar tekin var spilolía á forðatankinn var jafnframt dælt úr honum inn á hæðartank spilkerfisins svo öruggt væri að allt magnið kæmist fyrir á honum sem pantað hafði verið í þetta skipti.  Þegar olíutöku var lokið var látið renna til baka úr hæðartanknum þangað til forðatankurinn var smekkfullur.  Þá var lokað fyrir lögnina milli tankanna;
 • að svo virðist að við hitun spilolíunnar á fullri keyrslu hafi þennsla hennar orðið það mikil að hún hafi farið upp um öndunaropið og lekið þar niður, safnast á gólfinu í dælurýminu og farið þar í einangrun púströranna og valdið íkveikjunni;
 • að öndunarrörið var búið að vera svona frá því að skipið var byggt.  Eftir óhappið var rörinu breytt á þann veg að öndunin er ekki lengur í skorsteinshúsi, heldur opnast það utan á vegg sem snýr inn á togdekkið.  Einnig var rifin burtu öll mettuð einangrun af pústgreinum og hún endurnýjuð með 70 mm steinullar netmottum sem þola 700°C;
 • að yfirvélstjóri sem tók á móti olíunni sagðist hafa framkvæmt það með venjulegum hætti;
 • að fyrir um það bil fjórum árum var skipið í viðgerð í Póllandi og var þá sett blikkþil þvert yfir skorsteinshúsið en var ekki þétt við gólf.  Fyrir framan þilið og í kringum púströrin var allt rýmið fyllt af steinull.  Þetta hefur orsakað það að ullin náði að mettast af spilolíunni og með því að liggja utan í heitum púströrunum hefur hún náð blossamarki;
 • að í skorsteinshúsi er einnig smurolíutankur sem tekur um 400 lítra og hefur ekkert yfirfallsrör en upp úr honum er öndunarrör sem endar í svanahálsi inn í rýminu;
 • að allar viðvaranir virkuðu sem skyldi, bæði vegna brunans og aðvörun um að sjór hefði safnast í vélarrúmi vegna slökkvistarfsins.
 
 

 Nefndarálit
  Orsök þess að eldur varð laus var sú að spilolíutankur var yfirfylltur og olía úr öndunarröri komst í einangrun púströranna.  Ekki var nægjanlegt svigrúm fyrir þennslu olíunnar í tankanum.   

 Tillögur í öryggisátt
 

Nefndin telur ástæðu til að gera eftirfarandi tillögu í öryggisátt:

 • Að öndunaropum eldfimra vökva s.s. spilolíu sé ekki fyrirkomið í rýmum þar sem heitar pústlagnir liggja. 
 
 
Prentvæn útgáfa
  Til baka Til baka Upp Upp 
EnglishFlokkunFundirLeitNefndinTenglasafnTilkynnaTillögurTölfræði Upphafssíða
  
Velkomin(n) [44.211.239.1] þriðjudagur 07. febrúar 2023 13:57 GMT
Flugvallarvegi 7 sími: +(354) 511 6500
101 Reykjavík fax: +(354) 511-6501
Iceland e-mail: RNSARNSAis